Innlent

Bein út­sending: Stefnu­ræða Katrínar á lands­fundi VG

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir hefur verið formaður Vinstri grænna frá árinu 2013. Á árunum 2003 til 2013 gegndi hún embætti varaformanns flokksins.
Katrín Jakobsdóttir hefur verið formaður Vinstri grænna frá árinu 2013. Á árunum 2003 til 2013 gegndi hún embætti varaformanns flokksins. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína á tólfta landsfundi Vinstri grænna klukkan 17:15. Vísir sýnir beint frá fundinum, en hægt er að fylgjast með ræðunni í spilaranum að neðan.

Landsfundur Vinstri grænna, sem haldinn er annað hvert ár og fer fram með rafrænum hætti að þessu sinni vegna heimsfaraldursins. Fundurinn var settur í hádeginu og lýkur á morgun.

Að lokinni ræðu Katrínar mun Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, ávarpa fundinn.

Landsfundur er æðsta vald Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þar er stefna hreyfingarinnar ákvörðuð, lög hreyfingarinnar sett, kostið í flokksráð sem fer með ákvörðunarvaldið milli landsfunda og sömuleiðis stjórn sem fer með daglegan rekstur.

Hægt er að fylgjast með ræðu Katrínar í spilaranum að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.