Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyravörð Sylvía Hall skrifar 6. maí 2021 18:15 Þormóður Árni Jónsson var fánaberi Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Getty/Lars Baron Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af. Þormóður var handtekinn eftir að lögregla kom á vettvang, en þá héldu fjórir dyraverðir honum niðri og var hann mjög æstur. Hafði hann þá veitt dyraverðinum hnefahögg, en fyrir dómi sagðist dyravörðurinn hafa kannast við Þormóð. Hann hafi vitað að „hann væri stór maður og því væri ástæða til að hemja hann“ þar sem hann hafi verið mjög æstur. Þegar lögregla kom á vettvang veitti Þormóður mikla mótspyrnu við handtöku og fylgdi ekki fyrirmælum. Segir í dómi Héraðsdóms að hann hafi meðal annars rifið í hönd lögreglukonu þegar hún reyndi að losa hægri hönd hans og sýndi hann ógnandi tilburði gagnvart annarri, líkt og hann hafi ætlað að skalla hana. Vísir greindi frá ákærunni í mars síðastliðnum og sagði Þormóður, sem er einn besti júdókappi landsins, málið allt saman vera vitleysu. Hann hefði ekki ráðist á neinn. Fyrir dómi bar hann því við að um varnarviðbrögð væri að ræða og að hann hafi ekki ætlað sér að ráðast á neinn. Dyravörðurinn sagðist þó hafa fengið högg með krepptum hnefa og í áverkavottorði læknis kom fram að yfirborðs- eða vægur mjúkvefsáverki hefði hlotist af högginu, þó ekki væri grunur um undirliggjandi brot. Þá lágu fyrir myndbandsupptökur af atvikinu sem og framburður vitna. Ekki var talið að árásin hafi verið varnarviðbragð og þóttu lýsingar Þormóðs vera ótrúverðugar. Afskipti af honum hafi verið að gefnu tilefni og ekkert benti til þess að þau væru óeðlileg. Viðbragð hans hafi verið mun harkalegra en tilefni var til. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Þormóður hafði ekki áður gerst sekur um refsivert brot en atlagan væri þó hættuleg. Ákveðið var að fresta fullnustu refsingar og fellur hún niður ef skilorði er haldið í tvö ár. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Sjá meira
Þormóður var handtekinn eftir að lögregla kom á vettvang, en þá héldu fjórir dyraverðir honum niðri og var hann mjög æstur. Hafði hann þá veitt dyraverðinum hnefahögg, en fyrir dómi sagðist dyravörðurinn hafa kannast við Þormóð. Hann hafi vitað að „hann væri stór maður og því væri ástæða til að hemja hann“ þar sem hann hafi verið mjög æstur. Þegar lögregla kom á vettvang veitti Þormóður mikla mótspyrnu við handtöku og fylgdi ekki fyrirmælum. Segir í dómi Héraðsdóms að hann hafi meðal annars rifið í hönd lögreglukonu þegar hún reyndi að losa hægri hönd hans og sýndi hann ógnandi tilburði gagnvart annarri, líkt og hann hafi ætlað að skalla hana. Vísir greindi frá ákærunni í mars síðastliðnum og sagði Þormóður, sem er einn besti júdókappi landsins, málið allt saman vera vitleysu. Hann hefði ekki ráðist á neinn. Fyrir dómi bar hann því við að um varnarviðbrögð væri að ræða og að hann hafi ekki ætlað sér að ráðast á neinn. Dyravörðurinn sagðist þó hafa fengið högg með krepptum hnefa og í áverkavottorði læknis kom fram að yfirborðs- eða vægur mjúkvefsáverki hefði hlotist af högginu, þó ekki væri grunur um undirliggjandi brot. Þá lágu fyrir myndbandsupptökur af atvikinu sem og framburður vitna. Ekki var talið að árásin hafi verið varnarviðbragð og þóttu lýsingar Þormóðs vera ótrúverðugar. Afskipti af honum hafi verið að gefnu tilefni og ekkert benti til þess að þau væru óeðlileg. Viðbragð hans hafi verið mun harkalegra en tilefni var til. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Þormóður hafði ekki áður gerst sekur um refsivert brot en atlagan væri þó hættuleg. Ákveðið var að fresta fullnustu refsingar og fellur hún niður ef skilorði er haldið í tvö ár.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Sjá meira