Innlent

Leikskóla á Hagatorg

Snorri Másson skrifar
Á Hagatorgi eru aðeins listaverk sem stendur. Í Bændahöllinni við torgið er líklegt að menntavísindasvið Háskóla Íslands taki sér bólfestu.
Á Hagatorgi eru aðeins listaverk sem stendur. Í Bændahöllinni við torgið er líklegt að menntavísindasvið Háskóla Íslands taki sér bólfestu.

Reykjavíkurborg hefur augastað á Hagatorgi í Vesturbæ sem ákjósanlegri staðsetningu fyrir nýjan færanlegan leikskóla. Þar er lagt til að koma fyrir leikskóla fyrir um 60 börn.

Torgið, sem er við Hótel Sögu, er umkringt akbraut og skilgreinist strangt til tekið ekki sem hringtorg af borginni. Það er þó í grunninn ekkert annað en risavaxið hringtorg.

Morgunblaðið greindi frá áformunum í morgun, sem eru hluti af verkefni borgarinnar sem felur í sér að reisa fimm færanlega leikskóla.

Þar kemur fram að skoða þurfi sérstaklega umferð á svæðinu og aðkomu foreldra að leikskólanum, verði hann reistur á torginu. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir Hagatorg.

Hugmyndin er niðurstaða starfshóps sem hefur yfirskriftina „Brúum bilið á meðan við brúum bilið“ þar sem stefnt er að því að koma fimm nýjum leikskólum fyrir á höfuðborgarsvæðinu, sem verði færanlegir og víkjandi fyrir annarri starfsemi: í Vogabyggð 5, Nauthólsvegi 81, Barónsstíg 34, Eggertsgötu 35 og Hagatorgi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.