Myndband: Ari kallaður illum nöfnum í hávaðarifrildi eftir leik Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2021 10:31 Ari Freyr Skúlason og Jack Hendry rifust í búningsklefa Oostende í lok janúar. Ari, sem á að baki 79 A-landsleiki, er nú orðinn leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Samsett/Skjáskot og Getty Ari Freyr Skúlason átti í harkalegum orðaskiptum við skoskan liðsfélaga sinn í búningsklefa belgíska liðsins Oostende eftir leik í janúar. Myndband af háværu rifrildi þeirra hefur nú verið birt. Ari og Skotinn Jack Hendry voru liðsfélagar hjá Oostende fram í mars en Ari gekk þá í raðir Norrköping í Svíþjóð. Rifrildi þeirra átti sér stað eftir grátlegt 2-2 jafntefli við Standard Liege í mikilvægum leik í baráttu um Evrópusæti, í lok janúar. Standard Liege jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma, með skoti af nærstöng eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Ari og Hendry rifust heiftúðlega um það hver bæri ábyrgð á jöfnunarmarkinu, og rifrildið sést nú í sjónvarpsþáttaröðinni Kustboys sem gerð hefur verið um lið Oostende. Rifrildið má sjá hér að neðan. Fuckin underbar video.Jack Hendry - Ari Skulason. pic.twitter.com/jcya3b4Hvb— Belgisk fotboll (@belgiskfotboll) May 5, 2021 Ari var vinstri bakvörður Oostende í leiknum og með „fjandans hausinn úti í geimi“ í aðdraganda jöfnunarmarksins, að mati Hendrys sem kallaði Ara illum nöfnum. Vildi Hendry meina að Ari hefði átt að stöðva fyrirgjöfina. Ari var ekkert sérstaklega sammála því mati og spurði Hendry, og nýtti óspart F-orðið, hvort hann hefði ekki sjálfur átt að gera betur. Hendry fríaði sig allri ábyrgð og benti á að Frederik Jäkel hefði átt að gæta leikmannsins sem skoraði af nærstöng. Ari sagði þá vítateiginn hafa verið fullan af leikmönnum til að verjast. Hér að neðan má sjá markið sem olli rifrildinu, og það hefst eftir fjórar mínútur. Ari viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net árið 2015, eftir að hafa átt sinn þátt í að koma Íslandi á EM í Frakklandi, að hann hefði framan af ferli átt í miklum erfiðleikum með að hemja skap sitt. Hann hefði á endanum verið skikkaður í eins konar reiðistjórnun, eftir að hafa meðal annars fengið tólf gul spjöld á einni leiktíð og þar af mörg fyrir kjaftbrúk við dómara. Þessi bráðum 34 ára landsliðsmaður, sem á að baki 79 A-landsleiki og tvö stórmót, lætur hins vegar greinilega enn heyra vel í sér þegar hann telur ástæðu til. Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
Ari og Skotinn Jack Hendry voru liðsfélagar hjá Oostende fram í mars en Ari gekk þá í raðir Norrköping í Svíþjóð. Rifrildi þeirra átti sér stað eftir grátlegt 2-2 jafntefli við Standard Liege í mikilvægum leik í baráttu um Evrópusæti, í lok janúar. Standard Liege jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma, með skoti af nærstöng eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Ari og Hendry rifust heiftúðlega um það hver bæri ábyrgð á jöfnunarmarkinu, og rifrildið sést nú í sjónvarpsþáttaröðinni Kustboys sem gerð hefur verið um lið Oostende. Rifrildið má sjá hér að neðan. Fuckin underbar video.Jack Hendry - Ari Skulason. pic.twitter.com/jcya3b4Hvb— Belgisk fotboll (@belgiskfotboll) May 5, 2021 Ari var vinstri bakvörður Oostende í leiknum og með „fjandans hausinn úti í geimi“ í aðdraganda jöfnunarmarksins, að mati Hendrys sem kallaði Ara illum nöfnum. Vildi Hendry meina að Ari hefði átt að stöðva fyrirgjöfina. Ari var ekkert sérstaklega sammála því mati og spurði Hendry, og nýtti óspart F-orðið, hvort hann hefði ekki sjálfur átt að gera betur. Hendry fríaði sig allri ábyrgð og benti á að Frederik Jäkel hefði átt að gæta leikmannsins sem skoraði af nærstöng. Ari sagði þá vítateiginn hafa verið fullan af leikmönnum til að verjast. Hér að neðan má sjá markið sem olli rifrildinu, og það hefst eftir fjórar mínútur. Ari viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net árið 2015, eftir að hafa átt sinn þátt í að koma Íslandi á EM í Frakklandi, að hann hefði framan af ferli átt í miklum erfiðleikum með að hemja skap sitt. Hann hefði á endanum verið skikkaður í eins konar reiðistjórnun, eftir að hafa meðal annars fengið tólf gul spjöld á einni leiktíð og þar af mörg fyrir kjaftbrúk við dómara. Þessi bráðum 34 ára landsliðsmaður, sem á að baki 79 A-landsleiki og tvö stórmót, lætur hins vegar greinilega enn heyra vel í sér þegar hann telur ástæðu til.
Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira