Ósáttir sérfræðingar sagðir hafa komið á fund velferðarnefndar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 14:05 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, átti frumkvæði að því að óska eftir skýrslu um breytingar á framkvæmd skimana. vísir/Vilhelm Þingmenn furðuðu sig á seinagangi við gerð skýrslu um flutning á skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna á Alþingi í dag. Í byrjun mars samþykkti þingið beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, auk 26 annarra þingmanna um að heilbrigðisráðherra yrði falið að vinna úttekt á því hvernig staðið hefur verið að breytingum á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Á Alþingi í dag benti Þorbjörg á að samkvæmt þingsköpum ætti skýrslan að vera kynnt í þinginu í næstu viku. Engin þingflokkur kannist hins vegar við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðherra um vinnuna þrátt fyrir að ráðherra beri samkvæmt skýrslubeiðninni að hafa við þá samráð um að finna óháðan aðila til vinnunnar. „Í morgun kom fram á fundi velferðarnefndar að enginn þeirra sérfræðinga í málaflokknum kannast heldur við það að hafa fengið einhverjar upplýsingar eða meldingar um að þessi vinna væri að fara af stað,“ sagði Þorbjörg og óskaði eftir upplýsingum um stöðu málsins frá forseta Alþingis. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði málið brýnt og óskaði því jafnframt eftir því að forseti Alþingis myndi ýta á eftir svörum. „Það eru þúsundir kvenna úti í samfélaginu sem fá engin svör, sem eru búnar að fara í sýnatöku. Það eru læknar úti í samfélaginu sem fá heldur ekki svör,“ sagði Helga Vala og vísaði til þess að fjallað hefði verið um málið á fundi velferðarnefndar í morgun. „Og við fengum heimild til þess að greina frá því á opinberum vettvangi, formlega heimild, þannig að þetta er grafalvarlegt mál. Þetta snýr að heilsu kvenna en þetta snýr líka að hagsmunum fjölskyldna allra þessara þúsunda kvenna sem lifa í algjörri óvissu um heilsufar sitt og það er óboðlegt. Við verðum að fara að fá þessa skýrslu.“ Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði sérfræðinga sem komu fyrir velferðarnefnd í morgun ekki sátta við gang mála. „Það var ekki haft samráð við þá. Þeir hafa ekki aðgang að niðurstöðum rannsókna í Danmörku. Þeir geta ekki hringdi kollega, þeir vita ekki neitt. Við verðum að gera betur,“ sagði Anna Kolbrún. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði að sérfræðingar hafi komið fyrir velferðarnefnd í morgun og að þeir væru ekki sátt ir við hvernig farið hafi verið af stað með breytingar á skimunum fyrir leghálskrabba.vísir/Vilhelm Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist þó vera kunnugt um að vinna við skýrsluna væri þegar hafin í heilbrigðisráðuneytinu. „Hins vegar veit ég ekki frekar en aðrir þingmenn, nákvæmlega við hverja ráðuneytið er að ræða eða hvaða fólk það hefur sett til verka. Ég held að það sé þess vegna mikilvægt að forseti grennslist fyrir um það með hvaða hætti verið er að vinna þessa vinnu og hvar hún er nákvæmlega stödd.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði það hafa komið á óvart á nefndarfundi í morgun hversu illa framkvæmdin virtist hafi verið undirbúnin. Nauðsynlegt væri að fá skýrsluna og svör sem fyrst. „Ekki bara að laga ástandið eins og það er núna, sem er í lamasessi, heldur líka til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur því þarna virðist hafa verið tekin einhver ákvörðun án gagna, án sérfræðiþekkingar og án nauðsynlegra raka.“ Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Í byrjun mars samþykkti þingið beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, auk 26 annarra þingmanna um að heilbrigðisráðherra yrði falið að vinna úttekt á því hvernig staðið hefur verið að breytingum á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Á Alþingi í dag benti Þorbjörg á að samkvæmt þingsköpum ætti skýrslan að vera kynnt í þinginu í næstu viku. Engin þingflokkur kannist hins vegar við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðherra um vinnuna þrátt fyrir að ráðherra beri samkvæmt skýrslubeiðninni að hafa við þá samráð um að finna óháðan aðila til vinnunnar. „Í morgun kom fram á fundi velferðarnefndar að enginn þeirra sérfræðinga í málaflokknum kannast heldur við það að hafa fengið einhverjar upplýsingar eða meldingar um að þessi vinna væri að fara af stað,“ sagði Þorbjörg og óskaði eftir upplýsingum um stöðu málsins frá forseta Alþingis. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði málið brýnt og óskaði því jafnframt eftir því að forseti Alþingis myndi ýta á eftir svörum. „Það eru þúsundir kvenna úti í samfélaginu sem fá engin svör, sem eru búnar að fara í sýnatöku. Það eru læknar úti í samfélaginu sem fá heldur ekki svör,“ sagði Helga Vala og vísaði til þess að fjallað hefði verið um málið á fundi velferðarnefndar í morgun. „Og við fengum heimild til þess að greina frá því á opinberum vettvangi, formlega heimild, þannig að þetta er grafalvarlegt mál. Þetta snýr að heilsu kvenna en þetta snýr líka að hagsmunum fjölskyldna allra þessara þúsunda kvenna sem lifa í algjörri óvissu um heilsufar sitt og það er óboðlegt. Við verðum að fara að fá þessa skýrslu.“ Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði sérfræðinga sem komu fyrir velferðarnefnd í morgun ekki sátta við gang mála. „Það var ekki haft samráð við þá. Þeir hafa ekki aðgang að niðurstöðum rannsókna í Danmörku. Þeir geta ekki hringdi kollega, þeir vita ekki neitt. Við verðum að gera betur,“ sagði Anna Kolbrún. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði að sérfræðingar hafi komið fyrir velferðarnefnd í morgun og að þeir væru ekki sátt ir við hvernig farið hafi verið af stað með breytingar á skimunum fyrir leghálskrabba.vísir/Vilhelm Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist þó vera kunnugt um að vinna við skýrsluna væri þegar hafin í heilbrigðisráðuneytinu. „Hins vegar veit ég ekki frekar en aðrir þingmenn, nákvæmlega við hverja ráðuneytið er að ræða eða hvaða fólk það hefur sett til verka. Ég held að það sé þess vegna mikilvægt að forseti grennslist fyrir um það með hvaða hætti verið er að vinna þessa vinnu og hvar hún er nákvæmlega stödd.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði það hafa komið á óvart á nefndarfundi í morgun hversu illa framkvæmdin virtist hafi verið undirbúnin. Nauðsynlegt væri að fá skýrsluna og svör sem fyrst. „Ekki bara að laga ástandið eins og það er núna, sem er í lamasessi, heldur líka til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur því þarna virðist hafa verið tekin einhver ákvörðun án gagna, án sérfræðiþekkingar og án nauðsynlegra raka.“
Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira