Skorar á ríkisstjórnina að opna augun eftir umfjöllun Kompáss Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. maí 2021 15:00 Helga Vala Helgadóttir ræddi viðbrögð ríkisstjórninnar við skipulagðri glæpastarfsemi á Alþingi í dag. Hún vakti máls á því eftir að hafa kynnt sér umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kompáss sem birtist á Vísi. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ríkisstjórnina hafa brugðist því að verja þjóðina gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta sagði hún eftir að hafa horft á umfjöllun Kompáss um málefnið. „Við í Samfylkingunni höfum margbent á það á kjörtímabilinu að auka þurfi fjárveitingar til almennrar löggæslu enda hefur lögreglumönnum fækkað mikið þrátt fyrir aukin og flóknari verkefni,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, á Alþingi í dag. Hún minnti ríkisstjórnina á að í stjórnarsáttmála hennar sé öflug löggæsla ein af forsendum þess að öryggi borgara sé tryggt. Helga Vala er þó á því að ríkisstjórnin hafi sofnað á verðinum gagnvart því markmiði. Kompás birti nú í vikunni umfjöllun um skipulagða glæpastarfsemi og ógnina af þeim í tveimur hlutum á Vísi. Yfirlögregluþjónar hjá lögreglunni segja skipulagða glæpastarfsemi eina mestu ógn sem steðjar að íslensku samfélaginu. Rætt er við framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja sem segir glæpahópa hafa svikið hundruð milljóna úr tryggingafélögum. Þá er einnig rætt við settan skattrannsóknastjóra sem segir skipulagða glæpahópa sem misnota skattkerfið til rannsóknar hjá embættinu. Milljörðum sé komið undan. Einnig er tekið viðtal við Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai sem var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar. Þóranna gagnrýnir að lögreglan hafi ekki aðhafst nóg þrátt fyrir að hafa vitað af því að maðurinn, sem gengist hefur verið morðinu á eiginmanni hennar, hafi verið vopnaður 22 kalíbera skammbyssu um þremur vikum fyrir morðið. Um er að ræða sama skotvopn og hann notaði til að myrða eiginmann hennar. Viðtalið má sjá hér. Haft er eftir lögreglu í Kompás að hún hafi brugðist við með því að leita að skammbyssunni en hún ekki fundist. Lögreglu hafi tíma og mannafla til að fylgja málinu betur eftir. Helga Vala gagnrýndi á Alþingi að lögreglan bæri við fjárskorti þegar kæmi að þessu atriði og þar væri við ríkisstjórnina að sakast. Þá benti Helga Vala á orð setts skattrannsóknastjóra sem segir í Kompás að skipulagðir glæpir gerist fyrir framan nef embættisins. „En að embættið hafi án árangurs kallaði eftir úrræðum til að geta brugðist hraðar við grun um að verið sé að misnota skattkerfið til að koma illa fengnu fé undan. Helga Vala sagði ríkisstjórnina hafa brugðist þegar kemur að því að tryggja öryggi borgaranna. „Og berjast gegn skipulögðum glæpum og er það í besta falli kæruleysi en í versta falli afglöp ríkisstjórnarinnar. Þetta varðar mannslíf, öryggi borgaranna og heilbrigt samfélag. Ég skora á ríkisstjórnina að opna augun og bregðast við áður en það er um seinan,“ sagði Helga Vala en í Kompás segist lögreglan óttast að lenda undir í baráttu við skipulagða glæpahópa, sér í lagi ef albanska mafían fer að láta til sín taka hér á landi. Sérstakt átak gegn glæpastarfsemi Birgir Ármansson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, steig einnig í pontu og sagði fulla ástæðu til að taka undir viðvörunarorð Helgu um skipulagða glæpastarfsemi. „Það er rétt sem hefur komið fram hjá lögregluyfirvöldum í landinu að skipulögð glæpastarfsemi er vaxandi vandamál og ein af helstu ógnum sem við okkur blasir á þessum tímum. Hins vegar held ég að það sé rétt að halda því til haga að það er ekki, eins og þingmaður lét í veðri vaka, að ríkisstjórn hefði setið aðgerðalaus og látið þessa þróun eiga sér stað án þess að bregðast við með einhverjum hætti. Það er langt því frá" sagði Birgir. Birgir Ármansson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hann sagði málaflokkinn hafa verið til umfjöllunar hjá allsherjar- og menntamálanefnd. Þar hafi komið fram að á undanförnum misserum hefur, vegna hættunnar af skipulagðri glæpastarfsemi, verið farið í sérstakt átak til að auka samvinnu lögregluembætta og annarra yfirvalda sem fást við rannsóknir á þessum málum. „Það hefur verið varið auknu fjármagni í rannsóknir á þessu sviði, stórauknu fjármagni bæði með sérstökum fjárveitingum en eins með því að nýta fé sem hugsanlega hefur ekki nýst annars staðar í þessum tilgangi þannig að það hefur verið verulega aukið í að þessu leyti," sagði Birgir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti fyrr í vetur að 350 milljónum hefði verið varið í löggæslusjóð til að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þá hefði sérstakur stýrihópur verið stofnaður til að vinna að samhæfingu aðgerða á milli lögregluembætta og stofnana. Kompás Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Morð í Rauðagerði Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskt par talið hafa grætt 84 milljónir vegna sölu lyfseðilskyldra lyfja Íslenskt par er grunað um að hafa grætt rúmlega 84 milljónir króna á sölu og dreifingu lyfseðilskyldra lyfja. Talið er að parið, ásamt tveimur öðrum, hafi stundað glæpi kerfisbundið í tæpan áratug. 3. maí 2021 23:08 Rauðagerðismálið til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur afhent embætti héraðssaksóknara gögn vegna rannsóknar Rauðagerðismálsins. Mun það falla í hlut embættisins að ákveða hvort ákærur verða gefnar út í málinu. 3. maí 2021 14:20 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Við í Samfylkingunni höfum margbent á það á kjörtímabilinu að auka þurfi fjárveitingar til almennrar löggæslu enda hefur lögreglumönnum fækkað mikið þrátt fyrir aukin og flóknari verkefni,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, á Alþingi í dag. Hún minnti ríkisstjórnina á að í stjórnarsáttmála hennar sé öflug löggæsla ein af forsendum þess að öryggi borgara sé tryggt. Helga Vala er þó á því að ríkisstjórnin hafi sofnað á verðinum gagnvart því markmiði. Kompás birti nú í vikunni umfjöllun um skipulagða glæpastarfsemi og ógnina af þeim í tveimur hlutum á Vísi. Yfirlögregluþjónar hjá lögreglunni segja skipulagða glæpastarfsemi eina mestu ógn sem steðjar að íslensku samfélaginu. Rætt er við framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja sem segir glæpahópa hafa svikið hundruð milljóna úr tryggingafélögum. Þá er einnig rætt við settan skattrannsóknastjóra sem segir skipulagða glæpahópa sem misnota skattkerfið til rannsóknar hjá embættinu. Milljörðum sé komið undan. Einnig er tekið viðtal við Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai sem var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar. Þóranna gagnrýnir að lögreglan hafi ekki aðhafst nóg þrátt fyrir að hafa vitað af því að maðurinn, sem gengist hefur verið morðinu á eiginmanni hennar, hafi verið vopnaður 22 kalíbera skammbyssu um þremur vikum fyrir morðið. Um er að ræða sama skotvopn og hann notaði til að myrða eiginmann hennar. Viðtalið má sjá hér. Haft er eftir lögreglu í Kompás að hún hafi brugðist við með því að leita að skammbyssunni en hún ekki fundist. Lögreglu hafi tíma og mannafla til að fylgja málinu betur eftir. Helga Vala gagnrýndi á Alþingi að lögreglan bæri við fjárskorti þegar kæmi að þessu atriði og þar væri við ríkisstjórnina að sakast. Þá benti Helga Vala á orð setts skattrannsóknastjóra sem segir í Kompás að skipulagðir glæpir gerist fyrir framan nef embættisins. „En að embættið hafi án árangurs kallaði eftir úrræðum til að geta brugðist hraðar við grun um að verið sé að misnota skattkerfið til að koma illa fengnu fé undan. Helga Vala sagði ríkisstjórnina hafa brugðist þegar kemur að því að tryggja öryggi borgaranna. „Og berjast gegn skipulögðum glæpum og er það í besta falli kæruleysi en í versta falli afglöp ríkisstjórnarinnar. Þetta varðar mannslíf, öryggi borgaranna og heilbrigt samfélag. Ég skora á ríkisstjórnina að opna augun og bregðast við áður en það er um seinan,“ sagði Helga Vala en í Kompás segist lögreglan óttast að lenda undir í baráttu við skipulagða glæpahópa, sér í lagi ef albanska mafían fer að láta til sín taka hér á landi. Sérstakt átak gegn glæpastarfsemi Birgir Ármansson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, steig einnig í pontu og sagði fulla ástæðu til að taka undir viðvörunarorð Helgu um skipulagða glæpastarfsemi. „Það er rétt sem hefur komið fram hjá lögregluyfirvöldum í landinu að skipulögð glæpastarfsemi er vaxandi vandamál og ein af helstu ógnum sem við okkur blasir á þessum tímum. Hins vegar held ég að það sé rétt að halda því til haga að það er ekki, eins og þingmaður lét í veðri vaka, að ríkisstjórn hefði setið aðgerðalaus og látið þessa þróun eiga sér stað án þess að bregðast við með einhverjum hætti. Það er langt því frá" sagði Birgir. Birgir Ármansson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hann sagði málaflokkinn hafa verið til umfjöllunar hjá allsherjar- og menntamálanefnd. Þar hafi komið fram að á undanförnum misserum hefur, vegna hættunnar af skipulagðri glæpastarfsemi, verið farið í sérstakt átak til að auka samvinnu lögregluembætta og annarra yfirvalda sem fást við rannsóknir á þessum málum. „Það hefur verið varið auknu fjármagni í rannsóknir á þessu sviði, stórauknu fjármagni bæði með sérstökum fjárveitingum en eins með því að nýta fé sem hugsanlega hefur ekki nýst annars staðar í þessum tilgangi þannig að það hefur verið verulega aukið í að þessu leyti," sagði Birgir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti fyrr í vetur að 350 milljónum hefði verið varið í löggæslusjóð til að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þá hefði sérstakur stýrihópur verið stofnaður til að vinna að samhæfingu aðgerða á milli lögregluembætta og stofnana.
Kompás Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Morð í Rauðagerði Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskt par talið hafa grætt 84 milljónir vegna sölu lyfseðilskyldra lyfja Íslenskt par er grunað um að hafa grætt rúmlega 84 milljónir króna á sölu og dreifingu lyfseðilskyldra lyfja. Talið er að parið, ásamt tveimur öðrum, hafi stundað glæpi kerfisbundið í tæpan áratug. 3. maí 2021 23:08 Rauðagerðismálið til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur afhent embætti héraðssaksóknara gögn vegna rannsóknar Rauðagerðismálsins. Mun það falla í hlut embættisins að ákveða hvort ákærur verða gefnar út í málinu. 3. maí 2021 14:20 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Íslenskt par talið hafa grætt 84 milljónir vegna sölu lyfseðilskyldra lyfja Íslenskt par er grunað um að hafa grætt rúmlega 84 milljónir króna á sölu og dreifingu lyfseðilskyldra lyfja. Talið er að parið, ásamt tveimur öðrum, hafi stundað glæpi kerfisbundið í tæpan áratug. 3. maí 2021 23:08
Rauðagerðismálið til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur afhent embætti héraðssaksóknara gögn vegna rannsóknar Rauðagerðismálsins. Mun það falla í hlut embættisins að ákveða hvort ákærur verða gefnar út í málinu. 3. maí 2021 14:20