Innlent

Fyrstu konurnar komnar aftur niður eftur sögu­lega ferð á hæsta tind landsins

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Fyrsti hópurinn kominn í mark.
Fyrsti hópurinn kominn í mark. Aðsend

Fyrsti hópur kvennanna sem gengu á Hvannadalshnjúk í nótt er kominn aftur niður. Hópurinn náði toppnum í morgun og var kominn aftur niður af jöklinum nú fyrir stundu.

Hópur 126 kvenna, í nokkrum smærri hópum, lagði af stað seint í gærkvöldi og var fyrsti hópur kominn á toppinn um klukkan hálf átta í morgun. Markmið ferðarinnar var að safna fé til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans.

Sjálf náði Sirrý Ágústsdóttir á toppinn í morgun en Sirrý er stofnandi Lífskrafts og ein af Snjódrífunum svokölluðu, en sjálf hefur hún glímt við krabbamein. Það var því ákveðinn áfangasigur þegar Sirrý náði toppnum í morgun.

Sirrý Ágústsdóttir á toppi Hvannadalshnjúks í morgun ásamt Snjódrífunni Birnu Bragadóttur.Aðsend

Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.