130 konur ganga saman á Hvannadalshnjúk um helgina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. apríl 2021 14:36 Myndir frá söfnunarverkefninu Lífskraftur á Vatnajökli á síðasta ári. Lífskraftur „Ég er svo þakklát og snortin yfir þessum kvennakrafti,“ segir Sirrý Ágústsdóttir, forsprakki tæplega 130 kvenna hóps sem ætlar á topp Hvannadalshnjúks, hæsta tind Íslands, um helgina. „Ég hlakka svo til að sjá árangur af þessu verkefni, sem mun strax skila sér til svo margra. Ekki bara til þeirra sem eru veikir heldur líka til aðstandenda,“ segir Sirrý í samtali við Vísi. Verkefnið hefur fengið nafnið Kvennadalshnjúkur, þar sem eingögnu konur taka þátt í göngunni. Markmiðið með Kvennadalshnjúki er að safna áheitum fyrir bættum aðbúnaði og upplifun sjúklinga með krabbamein á nýrri blóð-og krabbameinsdeild Landspítalans. Jafnframt er markmiðið með átakinu að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í leiðinni. Sjálf sigraðist Sirrý tvisvar á krabbameini og spilaði útivistin stórt hlutverk í hennar bataferli. „Heilsan er frábær og æfingar hafa verið góðar og fjörugar hjá Snjódrífum ásamt öllum Kvennadalskonum,“ segir Sirrý um undirbúninginn. Sirrý stóð einnig fyrir göngu þvert yfir Hvannadalshnjúk í júní á síðasta ári, þegar hún fagnaði þess að vera laus við krabbameinið í fimm ár. Undir nafninu Lífskraftur söfnuðu þær sex milljónum fyrir félögin Lif og Kraftur, eins og fjallað var um á Vísi á síðasta ári. Planið var að fara strax á hnjúkinn í kjölfarið í þessa einstöku kvennaferð en vegna stöðunnar á faraldrinum síðasta vor þurfti að fresta verkefninu. Nú er loksins komið að þessu og hefur kvennahópnum verið skipt upp í nokkur sóttvarnarhólf til þess að draga úr smithættu í ferðinni. Í hópnum er meðal annars Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem var verndari Lífskrafs-ferðar Sirrý og Snjódrífanna á Vatnajökul á síðasta ári. Vilborg Arna Gissurardóttir og Soffía Sigurgeirsdóttir eru í hópi þeirra sem skipuleggja gönguna á Kvennadalshnjúkinn núna um helgina, Vilborg leiðir hópinn og Soffía verður í grunnbúðum og í stöðugu sambandi við þær. Vilborg Arna Gissurardóttir og Sirrý Ágústsdóttir leggja af stað í annað ævintýri saman um helgina. Þessi ferð verður þó heldur styttri en ferðin þeirra á Vatnajökul síðasta sumar.Vísir/Vilhelm Þær ræddu ferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgunn og má heyra viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. „Það fer svolítið eftir þessari lægð sem er núna að stríða okkur, hvenær nákvæmlega við förum af stað, segir Soffía um planið þeirra.“ Eins og staðan er núna stefna þær á að ganga á toppinn 2. maí og leggja því af stað á miðnætti ef allt gengur upp. „Þetta er lengsta dagleiðin í óbyggðum ferðum í Evrópu, þetta eru 25 kílómetrar og 2110 sirka. Það veit enginn nákvæmlega hæðina núna.“ Hópurinn hefur æft út frá æfingaráætlun frá áramótum og fóru allar meðal annars tvær ferðir upp og niður Esjuna í vor. Þær hvetja landsmenn að styðja við átakið með því að með því að senda SMS í símanúmerið 1900. Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 krónur. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 krónur. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 krónur. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 krónur. Einnig er hægt að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Heilbrigðismál Hornafjörður Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni á Íslandi Kraftur hefur sett í sölu nýjar Lífið er núna húfur og fékk Hulda Hjálmarsdóttir íslenskan fatahönnuð til þess að hanna húfurnar og voru þær svo prjónaðar hér á landi. 1. febrúar 2021 20:01 100 konur á „Kvenndalshnúk“ í maí Snjódrífurnar vöktu athygli landsmanna þegar þær gengu Vatnajökul í fyrra og söfnuðu pening fyrir Líf og kraft. Í vor stefna 100 konur á Hvanndalshnúk, eða „Kvenndalshnúk“ eins og hann er kallaður af hópnum þar sem aftur verður safnað til góðgerðarmála. 16. janúar 2021 10:00 Sirrý afhenti Líf og Krafti sex milljóna söfnunarfé göngunnar Sirrý Ágústsdóttir afhenti á Kjarvalsstöðum í dag félögunum Líf og Krafti söfnunarféð vegna áheitagöngunnar Lífskraftur. Sirrý þveraði Vatnajökul ásamt hópnum Snjódrífunum í júní og 16. september 2020 15:20 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
„Ég hlakka svo til að sjá árangur af þessu verkefni, sem mun strax skila sér til svo margra. Ekki bara til þeirra sem eru veikir heldur líka til aðstandenda,“ segir Sirrý í samtali við Vísi. Verkefnið hefur fengið nafnið Kvennadalshnjúkur, þar sem eingögnu konur taka þátt í göngunni. Markmiðið með Kvennadalshnjúki er að safna áheitum fyrir bættum aðbúnaði og upplifun sjúklinga með krabbamein á nýrri blóð-og krabbameinsdeild Landspítalans. Jafnframt er markmiðið með átakinu að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í leiðinni. Sjálf sigraðist Sirrý tvisvar á krabbameini og spilaði útivistin stórt hlutverk í hennar bataferli. „Heilsan er frábær og æfingar hafa verið góðar og fjörugar hjá Snjódrífum ásamt öllum Kvennadalskonum,“ segir Sirrý um undirbúninginn. Sirrý stóð einnig fyrir göngu þvert yfir Hvannadalshnjúk í júní á síðasta ári, þegar hún fagnaði þess að vera laus við krabbameinið í fimm ár. Undir nafninu Lífskraftur söfnuðu þær sex milljónum fyrir félögin Lif og Kraftur, eins og fjallað var um á Vísi á síðasta ári. Planið var að fara strax á hnjúkinn í kjölfarið í þessa einstöku kvennaferð en vegna stöðunnar á faraldrinum síðasta vor þurfti að fresta verkefninu. Nú er loksins komið að þessu og hefur kvennahópnum verið skipt upp í nokkur sóttvarnarhólf til þess að draga úr smithættu í ferðinni. Í hópnum er meðal annars Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem var verndari Lífskrafs-ferðar Sirrý og Snjódrífanna á Vatnajökul á síðasta ári. Vilborg Arna Gissurardóttir og Soffía Sigurgeirsdóttir eru í hópi þeirra sem skipuleggja gönguna á Kvennadalshnjúkinn núna um helgina, Vilborg leiðir hópinn og Soffía verður í grunnbúðum og í stöðugu sambandi við þær. Vilborg Arna Gissurardóttir og Sirrý Ágústsdóttir leggja af stað í annað ævintýri saman um helgina. Þessi ferð verður þó heldur styttri en ferðin þeirra á Vatnajökul síðasta sumar.Vísir/Vilhelm Þær ræddu ferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgunn og má heyra viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. „Það fer svolítið eftir þessari lægð sem er núna að stríða okkur, hvenær nákvæmlega við förum af stað, segir Soffía um planið þeirra.“ Eins og staðan er núna stefna þær á að ganga á toppinn 2. maí og leggja því af stað á miðnætti ef allt gengur upp. „Þetta er lengsta dagleiðin í óbyggðum ferðum í Evrópu, þetta eru 25 kílómetrar og 2110 sirka. Það veit enginn nákvæmlega hæðina núna.“ Hópurinn hefur æft út frá æfingaráætlun frá áramótum og fóru allar meðal annars tvær ferðir upp og niður Esjuna í vor. Þær hvetja landsmenn að styðja við átakið með því að með því að senda SMS í símanúmerið 1900. Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 krónur. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 krónur. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 krónur. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 krónur. Einnig er hægt að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.
Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Heilbrigðismál Hornafjörður Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni á Íslandi Kraftur hefur sett í sölu nýjar Lífið er núna húfur og fékk Hulda Hjálmarsdóttir íslenskan fatahönnuð til þess að hanna húfurnar og voru þær svo prjónaðar hér á landi. 1. febrúar 2021 20:01 100 konur á „Kvenndalshnúk“ í maí Snjódrífurnar vöktu athygli landsmanna þegar þær gengu Vatnajökul í fyrra og söfnuðu pening fyrir Líf og kraft. Í vor stefna 100 konur á Hvanndalshnúk, eða „Kvenndalshnúk“ eins og hann er kallaður af hópnum þar sem aftur verður safnað til góðgerðarmála. 16. janúar 2021 10:00 Sirrý afhenti Líf og Krafti sex milljóna söfnunarfé göngunnar Sirrý Ágústsdóttir afhenti á Kjarvalsstöðum í dag félögunum Líf og Krafti söfnunarféð vegna áheitagöngunnar Lífskraftur. Sirrý þveraði Vatnajökul ásamt hópnum Snjódrífunum í júní og 16. september 2020 15:20 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni á Íslandi Kraftur hefur sett í sölu nýjar Lífið er núna húfur og fékk Hulda Hjálmarsdóttir íslenskan fatahönnuð til þess að hanna húfurnar og voru þær svo prjónaðar hér á landi. 1. febrúar 2021 20:01
100 konur á „Kvenndalshnúk“ í maí Snjódrífurnar vöktu athygli landsmanna þegar þær gengu Vatnajökul í fyrra og söfnuðu pening fyrir Líf og kraft. Í vor stefna 100 konur á Hvanndalshnúk, eða „Kvenndalshnúk“ eins og hann er kallaður af hópnum þar sem aftur verður safnað til góðgerðarmála. 16. janúar 2021 10:00
Sirrý afhenti Líf og Krafti sex milljóna söfnunarfé göngunnar Sirrý Ágústsdóttir afhenti á Kjarvalsstöðum í dag félögunum Líf og Krafti söfnunarféð vegna áheitagöngunnar Lífskraftur. Sirrý þveraði Vatnajökul ásamt hópnum Snjódrífunum í júní og 16. september 2020 15:20