Lífið

Net­verjar flissa yfir nýju skilti Ölfuss

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá uppsetningu skiltisins.
Frá uppsetningu skiltisins. Vísir/Þórir

Nýtt skilti með nafni sveitarfélagsins Ölfuss, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Kostnaður vegna skiltisins nemur um tíu til tólf milljónum króna, samkvæmt bæjarstjóranum Elliða Vignissyni.

Netverjar, þá einkum á Twitter, hafa gert sér mat úr skiltinu og margir hverjir uppskorið mikil og góð viðbrögð, líkt og Elliði sjálfur segir skiltið hafa fengið.

Til að mynda hafa einhverjir brugðið á orðaleik með heiti sveitarfélagsins og sett í samhengi við ölvun.

Sumir telja að velja hefði mátt leturgerðina af meiri kostgæfni.

Þá hafa sprottið upp umræður um hvort skiltið, nánar til tekið síðasti bókstafurinn, sé skakkur.

Svo er spurning hvort samtakamáttur samfélagsmiðla hafi sannað sig enn og aftur, því svo virðist sem unnið hafi verið að því að rétta skiltið af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×