Sá Táslu á Facebook ellefu árum eftir hvarfið: „Finnst ég svífa um á skýi“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2021 17:05 Við nánari skoðun fór ekki milli mála að um Táslu var að ræða. Villikettir Sjálfboðaliðar Villikatta ætluðu ekki að trúa eigin augum þegar kattareigandi gerði tilkall til læðu sem var í umsjá félagsins. Tásla týndist árið 2009 og var eigandinn búinn að gefa upp alla von um að sjá hana aftur. Það breyttist þegar ljósmynd Villikatta af kunnuglegum ketti birtist óvænt í fréttaveitunni hennar á Facebook. „Mér fannst hún svo lík henni að ég fór að grafa upp gamla harða diska til að reyna að finna mynd af henni og það passaði algjörlega. Það sem er líka magnað er að ég er að flytja núna úr húsnæði þar sem ekki má hafa gæludýr yfir í íbúð þar sem ég get verið með dýr. Við vorum löngu búin að ákveða að fá okkur kött eftir flutninganna og svo bara birtist hún,“ segir eigandinn í samtali við Vísi sem vildi ekki láta nafn síns getið. „Mér leið frábærlega að sjá hana. Mér finnst ég svífa um á skýi, þetta er svo magnað,“ bætir hún við og segir óhætt að velta því fyrir sér hvort örlögin hafi leitt hana og Táslu saman á ný. Hún segir að sjálfboðaliðar Villikatta hafi ekki síður glaðst yfir endurfundunum enda ekki á hverjum degi sem köttur kemst í hendur eiganda meira en ellefu árum eftir að hann týnist. Leitaði að henni í ár Eigandinn hefur ekki enn séð Táslu í persónu en á bókaða heimsókn á morgun. Strax var ákveðið klára flutninganna áður hún myndi taka Táslu að sér til að rugla hana ekki of mikið í ríminu. Villikettir greindu frá þessari ótrúlegu sögu á Facebook-síðu sinni og segja hana lítið annað en kraftaverk. Tásla hafði alltaf verið mikil útikisa áður en hún týndist og gat stundum farið á flakk í nokkra daga. Einn daginn liðu þó óvenju margir dagar og þá fór eigandinn að hafa áhyggjur. Eftir að hafa leitað í heilt ár gaf hún upp vonina en Tásla kom um ellefu árum síðar í búr hjá Villiköttum eftir ábendingu frá dýravini. „Þessi ráðagóða en feimna kisa, sem var rétt um 4 ára þegar hún týndist, er nú orðin 16 ára heldri dama. Hún fær nú að njóta efri áranna í faðmi eiganda síns. Eiganda sem hélt að hún myndi aldrei sjá hana Táslu sína aftur.“ Stundum gerast kraftaverkin. Þannig leið okkur hjá Villiköttum þegar við fengum fyrirspurn frá konu varðandi kött sem...Posted by Villikettir on Monday, April 26, 2021 Dýr Gæludýr Kettir Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira
„Mér fannst hún svo lík henni að ég fór að grafa upp gamla harða diska til að reyna að finna mynd af henni og það passaði algjörlega. Það sem er líka magnað er að ég er að flytja núna úr húsnæði þar sem ekki má hafa gæludýr yfir í íbúð þar sem ég get verið með dýr. Við vorum löngu búin að ákveða að fá okkur kött eftir flutninganna og svo bara birtist hún,“ segir eigandinn í samtali við Vísi sem vildi ekki láta nafn síns getið. „Mér leið frábærlega að sjá hana. Mér finnst ég svífa um á skýi, þetta er svo magnað,“ bætir hún við og segir óhætt að velta því fyrir sér hvort örlögin hafi leitt hana og Táslu saman á ný. Hún segir að sjálfboðaliðar Villikatta hafi ekki síður glaðst yfir endurfundunum enda ekki á hverjum degi sem köttur kemst í hendur eiganda meira en ellefu árum eftir að hann týnist. Leitaði að henni í ár Eigandinn hefur ekki enn séð Táslu í persónu en á bókaða heimsókn á morgun. Strax var ákveðið klára flutninganna áður hún myndi taka Táslu að sér til að rugla hana ekki of mikið í ríminu. Villikettir greindu frá þessari ótrúlegu sögu á Facebook-síðu sinni og segja hana lítið annað en kraftaverk. Tásla hafði alltaf verið mikil útikisa áður en hún týndist og gat stundum farið á flakk í nokkra daga. Einn daginn liðu þó óvenju margir dagar og þá fór eigandinn að hafa áhyggjur. Eftir að hafa leitað í heilt ár gaf hún upp vonina en Tásla kom um ellefu árum síðar í búr hjá Villiköttum eftir ábendingu frá dýravini. „Þessi ráðagóða en feimna kisa, sem var rétt um 4 ára þegar hún týndist, er nú orðin 16 ára heldri dama. Hún fær nú að njóta efri áranna í faðmi eiganda síns. Eiganda sem hélt að hún myndi aldrei sjá hana Táslu sína aftur.“ Stundum gerast kraftaverkin. Þannig leið okkur hjá Villiköttum þegar við fengum fyrirspurn frá konu varðandi kött sem...Posted by Villikettir on Monday, April 26, 2021
Dýr Gæludýr Kettir Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira