Lífið

Ræddi við YouTube-stjörnur með nákvæmlega tveggja ára millibili

Stefán Árni Pálsson skrifar
Allir höfðu bætt við sig fylgjendum á þessum tveimur árum.
Allir höfðu bætt við sig fylgjendum á þessum tveimur árum.

YouTube-stjörnur reyna allt hvað þær geta til að fá inn fleiri fylgjendur og lifa í raun á því að fá góðar áhorfstölur á miðlinum.

Ef vel gengur getur lífið breyst nokkuð hratt og kannaði YouTube-notandinn Calfreezy það.

Hann ræddi við nokkrar YouTube-stjörnur með tveggja ára millibili. Fyrra viðtalið var tekið árið 2019 og seinna á þessu ári.

Fylgjendunum hafði fjölgað mikið og lífið tekið miklum breytingum í kjölfarið. Upphaflega ætlaði hann að taka viðtal við umrædda einstaklinga með árs millibili en vegna kórónuveirufaraldsins varð að líða tvö ár á milli.

Rætt var við bresku YouTube-stjörnurnar Miniminter, Emily Canham, Viddal Riley og Randolph. Fjórmenningarnir fengu nákvæmlega sömu spurningar tveimur árum seinna.

Hér að neðan má sjá þau fara yfir síðustu tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×