Lífið

Kolbeinn selur 270 fermetra einbýlishús í Fossvoginum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeinn hefur verið atvinnumaður í knattspyrnu í meira en áratug.
Kolbeinn hefur verið atvinnumaður í knattspyrnu í meira en áratug. Myndir/fasteignaljósmyndun.is/vilhelm

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður IFK Gautaborg og landsliðsmaður, hefur sett stórglæsilegt einbýlishús sitt við Haðaland í Fossvoginum á sölu.

Kolbeinn fjárfesti í eigninni árið 2013 en Mbl.is greindi fyrst frá.

Um er að ræða hús sem byggt var árið 1973 en hefur heldur betur verið endurnýjað. Húsið er 267 fermetrar að stærð og eru þar tvö baðherbergi og fjögur svefnherbergi.

Húsið var mikið endurnýjað og byggt við það árið 2007. Þá voru m.a. settir álgluggar í allt húsið og allt gler endurnýjað á sama tíma eins og segir í fasteignaauglýsingunni.

Fasteignamat eignarinnar er 150 milljónir en óskar Kolbeinn eftir tilboði í eignina og má gera ráð fyrir því að húsið seljist á umtalsvert hærri upphæð enda er Fossvogurinn einn vinsælasti staður landsins.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Pallurinn við húsið er risavaxinn og þar má einnig finna pott. 
Flísalagt í forstofu og á víðar í íbúðinni.
Gluggarnir víða alveg niður í gólf og borðstofan smekkleg og björt. 
Falleg eyja í eldhúsinu.
Baðherbergi sem tekið var í gegn árið 2007.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×