Innlent

Reykjavíkurbúar fá sms um fyrirhugaða götuhreinsun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Byrjað verður í Grafarvogi, Vesturbænum, Hlíðum og á Kjalarnesi.
Byrjað verður í Grafarvogi, Vesturbænum, Hlíðum og á Kjalarnesi. Mynd/Reykjavíkurborg

Íbúar í Reykjavík munu fá sms frá borginni á næstu dögum, þar sem þeim verður tilkynnt um fyrirhugaða götuhreinsun í þeirra götu. Hefðbundnar skiltamerkingar verða einnig settar upp.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir að forsópun hefjist í dag en eftir um viku verði götur sópaðar og þvegnar. Þá kunna íbúar að þurfa að grípa til ráðstafana til að bifreiðar verði ekki fyrir. Daginn áður munu þeir fá sms skilaboð til áminningar.

Byrjað verður í Grafarvogi, Vesturbæ, Hlíðum og á Kjalarnesi.

Hér má finna verkáætlun vorhreinsunar Reykjavíkurborgar og nánari upplýsingar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×