Þórólfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2021 08:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að eftir því sem fleiri fá bólusetningu þá verði ljósið skærara við enda ganganna. Hættan sé þó alls ekki liðin hjá. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til standi að nota öll bóluefni í þessari viku, ekki einungis AstraZeneca sem mikið hefur verið í umræðunni vegna mjög sjaldgæfra aukaverkana. „Það er mest til af Astra Zeneca af því að við fengum sextán þúsund skammta frá Noregi að láni. Jú, jú, það er ákveðinn efi og það er bara vegna þess að AstraZeneca hefur mikið verið í umræðunni. Menn hafa verið að ræða það, en ég held að miðað við þær niðurstöður sem við höfum fengið um aukaverkanir, þá eru þær fyrst og fremst hjá konum yngri en 55 ára. Við styðjumst bara við það og bjóðum bóluefnið öllum sextíu ára og eldri. Ég er til dæmis sjálfur að fara í vikunni og fá AstraZeneca. En við ætlum að bjóða konum yngri en 55 ára, þeim verður boðið annað bóluefni.“ Ekki háar tölur Þórólfur segir að konur séu almennt séð í meiri hættu að fá blóðsegavandamál líkt og komið hafa upp í tengslum við AstraZeneca bóluefnið. „Í þessum rannsóknum sem hafa komið upp á þessum alvarlegri blóðsegavandamálum þá eru það fyrst og fremst hjá konum. Það er svo sem álitamál hvort að það sé hreinlega vegna þess að það voru fleiri sem voru bólusettar. Engu að síður þá held ég að við munum bjóða það öllum sem við teljum að séu ekki í áhættu. Við erum búin að fá álit blóðmeinafræðinga, okkar sérfræðinga í blóðsegavandamálum á því og við byggjum okkar tillögur á því og svo förum við líka af stað með Janssen bóluefnið. Það hefur líka aðeins verið í umræðunni. En þar sáust sex blóðsegavandamál, alvarleg blóðsegavandamál, hjá sjö milljónum bólusettra í Bandaríkjunum, þannig að það eru ekki háar tölur,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Ljósið verður skærara Þórólfur segir að eftir því sem fleiri fá bólusetningu þá verði ljósið skærara við enda ganganna. Hættan sé þó alls ekki liðin hjá. „Þetta er ekki búið. Við heyrum það að það hafi gengið vel um helgina og margir greinst sem voru í sóttkví núna um helgina. Svo eru okkur að berast fréttir frá í gær að upp sé kominn upp vísir að hópsmiti á Suðurlandi. Þannig að þetta getur stungið sér niður hvar sem er. Við þurfum að halda áfram að passa okkur, fara varlega, mynda ekki hópa og vera helst innan um fólk sem við treystum og passa okkur að blanda okkur ekki of mikið á meðan verið erum að ná upp betri þátttöku [í bólusetningu].“ Fólk fari í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum Hann ítrekar að fólk verði að vera duglegt að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum. „Við verðum að hamra á þessu alveg stöðugt. Við verðum líka að hvetja sérstaklega atvinnurekendur til að passa sig og fylgjast með að ef fólk er veikt eða melda sig veikt að það fari í skimun. Það hefur gengið mjög vel síðustu vikur. Það voru mjög margir sem fóru í skimun, sýnatöku. Tvö, þrjú þúsund manns hér innanlands og hafa aldrei verið svona margir. Það er lykill að því að við náum að halda þessu niðri eins og hægt er. Fara í sýnatöku og ég vona að fólk haldi því bara áfram. Það er nóg að það séu bara nokkrir sem gera það ekki, eins og sýndi sér með þessu stóru hópsmit sem við erum að eiga við núna. Rótin að því er allavega að hluta til að fólk fór ekki nógu snemma í sýnatöku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til standi að nota öll bóluefni í þessari viku, ekki einungis AstraZeneca sem mikið hefur verið í umræðunni vegna mjög sjaldgæfra aukaverkana. „Það er mest til af Astra Zeneca af því að við fengum sextán þúsund skammta frá Noregi að láni. Jú, jú, það er ákveðinn efi og það er bara vegna þess að AstraZeneca hefur mikið verið í umræðunni. Menn hafa verið að ræða það, en ég held að miðað við þær niðurstöður sem við höfum fengið um aukaverkanir, þá eru þær fyrst og fremst hjá konum yngri en 55 ára. Við styðjumst bara við það og bjóðum bóluefnið öllum sextíu ára og eldri. Ég er til dæmis sjálfur að fara í vikunni og fá AstraZeneca. En við ætlum að bjóða konum yngri en 55 ára, þeim verður boðið annað bóluefni.“ Ekki háar tölur Þórólfur segir að konur séu almennt séð í meiri hættu að fá blóðsegavandamál líkt og komið hafa upp í tengslum við AstraZeneca bóluefnið. „Í þessum rannsóknum sem hafa komið upp á þessum alvarlegri blóðsegavandamálum þá eru það fyrst og fremst hjá konum. Það er svo sem álitamál hvort að það sé hreinlega vegna þess að það voru fleiri sem voru bólusettar. Engu að síður þá held ég að við munum bjóða það öllum sem við teljum að séu ekki í áhættu. Við erum búin að fá álit blóðmeinafræðinga, okkar sérfræðinga í blóðsegavandamálum á því og við byggjum okkar tillögur á því og svo förum við líka af stað með Janssen bóluefnið. Það hefur líka aðeins verið í umræðunni. En þar sáust sex blóðsegavandamál, alvarleg blóðsegavandamál, hjá sjö milljónum bólusettra í Bandaríkjunum, þannig að það eru ekki háar tölur,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Ljósið verður skærara Þórólfur segir að eftir því sem fleiri fá bólusetningu þá verði ljósið skærara við enda ganganna. Hættan sé þó alls ekki liðin hjá. „Þetta er ekki búið. Við heyrum það að það hafi gengið vel um helgina og margir greinst sem voru í sóttkví núna um helgina. Svo eru okkur að berast fréttir frá í gær að upp sé kominn upp vísir að hópsmiti á Suðurlandi. Þannig að þetta getur stungið sér niður hvar sem er. Við þurfum að halda áfram að passa okkur, fara varlega, mynda ekki hópa og vera helst innan um fólk sem við treystum og passa okkur að blanda okkur ekki of mikið á meðan verið erum að ná upp betri þátttöku [í bólusetningu].“ Fólk fari í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum Hann ítrekar að fólk verði að vera duglegt að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum. „Við verðum að hamra á þessu alveg stöðugt. Við verðum líka að hvetja sérstaklega atvinnurekendur til að passa sig og fylgjast með að ef fólk er veikt eða melda sig veikt að það fari í skimun. Það hefur gengið mjög vel síðustu vikur. Það voru mjög margir sem fóru í skimun, sýnatöku. Tvö, þrjú þúsund manns hér innanlands og hafa aldrei verið svona margir. Það er lykill að því að við náum að halda þessu niðri eins og hægt er. Fara í sýnatöku og ég vona að fólk haldi því bara áfram. Það er nóg að það séu bara nokkrir sem gera það ekki, eins og sýndi sér með þessu stóru hópsmit sem við erum að eiga við núna. Rótin að því er allavega að hluta til að fólk fór ekki nógu snemma í sýnatöku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira