Menning

Óperu­söng­konan Christa Ludwig fallin frá

Atli Ísleifsson skrifar
Christa Ludwig varð 93 ára.
Christa Ludwig varð 93 ára. Getty

Þýska óperusöngkonan Christa Ludwig er látin, 93 ára að aldri. Ludwig, sem var ein fremsta messósópran heims, lést á heimili sínu nærri austurrísku höfuðborginni Vín á laugardag.

BBC segir frá því að söngferill Ludwig hafi byrjað í Frankfurt skömmu eftir lok seinna stríðs, þegar hún var átján ára að aldri. Hún hætti að syngja opinberlega árið 1994.

Lugwig ólst upp í Aachen í vesturhluta Þýskalands, en foreldrar hennar voru bæði tónlistarmenn. Starfaði faðir hennar sem tenór og móðir hennar messósópran.

Ludwig gekk til liðs við Vínaróperuna árið 1955 og kom meðal annars fram á tónlistarhátíðinni í Salzburg. Á meðal þekkra hlutverka hennar var Dorabella í Cosi fan tutte eftir Mozart, Kundry í Parsifal eftir Wagner og Leonora í Fidelio eftir Beethoven.

Á ferli sínum söng hún einnig í Royal Opera House í London, Metropolitan-óperunni í New York og La Scala í Mílanó.

Ludwig giftist austurríska söngvaranum Walter Berry árið 1957, en þau skildu árið 1970. Tveimur árum síðar giftist hún franska leikaranum og leikstjóranum Paul-Emile Deiber, en hann lést árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×