Innlent

Lilja Rafney tapar oddvitasætinu

Snorri Másson og skrifa
Bjarni Jónsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Sigríður Gísladóttir og Þóra Margrét Lúthersdóttir.
Bjarni Jónsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Sigríður Gísladóttir og Þóra Margrét Lúthersdóttir. Vinstri græn

Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, er nýr oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann felldi þar með fyrrverandi oddvita og eina þingmann VG í kjördæminu, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur. 

Lilja Rafney bíður þar með sömu örlög og aðrir þingmenn Vinstri grænna í ríkisstjórninni, sem hafa hver á fætur öðrum tapað baráttu um oddvitasætið í sínu kjördæmi. Bjarni var í öðru sæti á eftir henni á listanum fyrir síðustu alþingiskosningar.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður laut í lægra haldi í Norðausturkjördæmi og Kolbeinn Óttarsson Proppé hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann sóttist eftir fyrsta sæti í Suðurkjördæmi. Þar endaði hann í fjórða sæti.

Niðurstaða for­vals­ins í Norðvesturkjördæmi er eft­ir­far­andi:

1. sæti – Bjarni Jóns­son með 543 at­kvæði í 1. sæti

2. sæti – Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir með 565 at­kvæði í 1.-2. sæti

3. sæti – Sig­ríður Gísla­dótt­ir með 444 at­kvæði í 1.-3. sæti

4. sæti – Þóra Mar­grét Lúth­ers­dótt­ir með 622 at­kvæði í 1.-4. sæti

5. sæti – Lár­us Ástmar Hann­es­son með 679 at­kvæði í 1.-5. sæti

Átta voru í fram­boði. Á kjör­skrá voru 1.454, atkvæði greiddu 1.049 og var kosn­ingaþátt­taka 72%.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×