„Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Snorri Másson skrifar 24. apríl 2021 18:10 Guðrún Johnsen hagfræðingur er stjórnarformaður Transparency International á Íslandi. Stjórn samtakanna hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um framferði Samherja. Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. Seðlabankastjóri tjáði sig við Stundina í vikunni um þau áhrif sem kæra Samherja á hendur einstaka starfsfólki bankans hefur haft og þar ræddi hann um að slíkar málshöfðanir gagnvart eftirlitsstarfsmönnum gætu veiklað mátt stofnana til eftirlits. Íslandsdeild TI, þar sem hagfræðingurinn Guðrún Johnsen er stjórnarformaður, er harðorð í garð útgerðarfélagsins. „Framganga fyrirtækisins getur ekki talist innan eðlilegra marka. Hér er um að ræða langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu í krafti arðs vegna þess sérstaka aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda almennings. Nú er mál að linni,“ segir í ályktun samtakanna. Íslandi stjórnað af hagsmunahópum TI fjallar um að aðilar, eins og Samherji, sem fara með rétt á nýtingu sameiginlegra auðlinda hljóti eðli máls samkvæmt að bera sérstaka samfélagslega ábyrgð. Samtökin rifja upp framferði félagsins í tengslum við umfjöllun um málefni þess í Namibíu. „Fulltrúar fyrirtækisins hafa ógnað og njósnað um einstaklinga sem fjallað hafa um málið, kostað áróðursmyndbönd til almennings þar sem hreinum og klárum ósannindum er haldið fram og ítrekað hafa verið leiðrétt,“ segir í ályktun TI. Fyrirtækið hafi fjármagnað áróðursþætti til birtinga, fjármagnað bókaskrif í áróðurstilgangi og haldið úti fordæmalausu túlkunarstríði á sögunni. Jafnvel á nefndarfundum Alþingis hafi fulltrúar fyrirtækisins sýnt af sér hegðun sem engum er sæmandi. Seðlabankastjóri sagði við Stundina að það geti verið meiri háttar mál að lenda upp á kant við hagsmunahópa í íslensku samfélagi. „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum,“ sagði Ásgeir. Í raun eigi aðeins þrír hópar á Íslandi raunverulegan pening í einhverjum mæli, fjárfestar, útgerðarmenn og lífeyrissjóðirnir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að mögulega sé ástæða til að stíga frekari skref til verndar opinberum starfsmönnum gegn atlögum stórfyrirtækja. Transparency International á Íslandi segir að Íslendingar verði að vera „mjög vakandi fyrir því að arður af auðlindum þeirra sé nýttur í þágu þjóðarinnar og alls ekki til að vega að mikilsverðum hagsmunum almennings.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44 Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Seðlabankastjóri tjáði sig við Stundina í vikunni um þau áhrif sem kæra Samherja á hendur einstaka starfsfólki bankans hefur haft og þar ræddi hann um að slíkar málshöfðanir gagnvart eftirlitsstarfsmönnum gætu veiklað mátt stofnana til eftirlits. Íslandsdeild TI, þar sem hagfræðingurinn Guðrún Johnsen er stjórnarformaður, er harðorð í garð útgerðarfélagsins. „Framganga fyrirtækisins getur ekki talist innan eðlilegra marka. Hér er um að ræða langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu í krafti arðs vegna þess sérstaka aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda almennings. Nú er mál að linni,“ segir í ályktun samtakanna. Íslandi stjórnað af hagsmunahópum TI fjallar um að aðilar, eins og Samherji, sem fara með rétt á nýtingu sameiginlegra auðlinda hljóti eðli máls samkvæmt að bera sérstaka samfélagslega ábyrgð. Samtökin rifja upp framferði félagsins í tengslum við umfjöllun um málefni þess í Namibíu. „Fulltrúar fyrirtækisins hafa ógnað og njósnað um einstaklinga sem fjallað hafa um málið, kostað áróðursmyndbönd til almennings þar sem hreinum og klárum ósannindum er haldið fram og ítrekað hafa verið leiðrétt,“ segir í ályktun TI. Fyrirtækið hafi fjármagnað áróðursþætti til birtinga, fjármagnað bókaskrif í áróðurstilgangi og haldið úti fordæmalausu túlkunarstríði á sögunni. Jafnvel á nefndarfundum Alþingis hafi fulltrúar fyrirtækisins sýnt af sér hegðun sem engum er sæmandi. Seðlabankastjóri sagði við Stundina að það geti verið meiri háttar mál að lenda upp á kant við hagsmunahópa í íslensku samfélagi. „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum,“ sagði Ásgeir. Í raun eigi aðeins þrír hópar á Íslandi raunverulegan pening í einhverjum mæli, fjárfestar, útgerðarmenn og lífeyrissjóðirnir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að mögulega sé ástæða til að stíga frekari skref til verndar opinberum starfsmönnum gegn atlögum stórfyrirtækja. Transparency International á Íslandi segir að Íslendingar verði að vera „mjög vakandi fyrir því að arður af auðlindum þeirra sé nýttur í þágu þjóðarinnar og alls ekki til að vega að mikilsverðum hagsmunum almennings.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44 Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44
Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21