Innlent

Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Seðlabankastjóri kallar eftir því að Alþingi bregðist við stöðunni. 
Seðlabankastjóri kallar eftir því að Alþingi bregðist við stöðunni.  Vísir/Vilhelm

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu.

Hann kallar eftir því að Alþingi setji lög til að koma í veg fyrir atlögur að opinberum starfsmönnum, ellegar eigi starfsfólk eftirlitsstofnana á hættu að verða „hundelt“ persónulega.

Með orðum sínum vísar Ásgeir til þess að vorið 2019 kærði Samherji fimm af starfsmönnum Seðlabankans til lögreglunnar vegna rannsóknar bankans á meintum brotum á lögum um gjaldeyrismál. Umrædd kæra á hendur starfsfólkinu liggur ennþá hjá embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum. Í lok janúar á þessu ári sagði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri, í samtali við fréttastofu, að enn sé verið að afla gagna í málinu.

Í ítarlegu viðtali í Stundinni er haft eftir Ásgeiri að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og að það sé meiriháttar mál að lenda uppi á kant við þá.


Tengdar fréttir

Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja

Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×