Menning

Hafna því alfarið að Systrabönd byggi á Hystory

Jakob Bjarnar skrifar
Aðstandendur sjónvarpsþáttanna Systrabanda hafna alfarið ásökunum um hugmynda- og/eða ritstuld en ýmsir, meðal annarra Kristín Eiríksdóttir höfundur leikritsins Hystory, hafa bend á mikil líkindi milli þessara tveggja verka.
Aðstandendur sjónvarpsþáttanna Systrabanda hafna alfarið ásökunum um hugmynda- og/eða ritstuld en ýmsir, meðal annarra Kristín Eiríksdóttir höfundur leikritsins Hystory, hafa bend á mikil líkindi milli þessara tveggja verka.

Aðstandendur sjónvarpsþáttanna segja líkindin til komin vegna eðlilegrar úrvinnslu á áþekku umfjöllunarefni.

„Systrabönd eru ekki byggð á Hystory. Af gefnu tilefni vilja höfundar og framleiðendur Systrabanda koma eftirfarandi á framfæri: Sjónvarpsþáttaröðin Systrabönd er ekki byggð á leikritinu Hystory með neinum hætti.“

Svo hefst tilkynning sem þau Jóhann Ævar Grímsson, hugmyndar- og handritshöfundur, Björg Magnúsdóttir, handritshöfundur Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, handritshöfundur og leikari Silja Hauksdóttir, handritshöfundur og leikstjóri Tinna Proppé og Hilmar Sigurðsson, framleiðendur Systrabanda sendu frá sér.

Vísir hefur fjallað um ásakanir um rit- og/eða hugmyndastuld í tengslum við líkindi sem margir sjá á þáttunum sem sýndir hafa verið á Sjónvarpi Símans og svo leikritinu Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur. Kristín flutti á dögunum áhrifaríkan pistil þar sem hún talaði um að þegar hún sá Systrabönd hafi það verið sem spark í maga, hún talaði um skrumskælingu á sínu verki.

Þessu hafna aðstandendur Systrabanda:

„Höfundar Systrabanda nýttu sér það hvorki til stuðnings, innblásturs í sköpunarferli þáttanna né á nokkurn annan hátt. Þau líkindi sem bent hefur verið á með verkunum tveimur koma eingöngu til af eðlilegri úrvinnslu á áþekku umfjöllunarefni. Jóhann Ævar Grímsson hóf hugmyndavinnu að Systraböndum í mars 2013 en kveikjan var bandarískt morðmál frá 1992. Fyrstu gögn hugmyndavinnunnar og útlínur að verkinu eru dagsett 18.3.2013 með sannanlegum og óvéfengjanlegum hætti,“ segir í tilkynningu hópsins sem áður hefur verið nefndur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.