Íslendingar andvígir inngöngu í ESB en telja góðar líkur á hagstæðum samningi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2021 11:04 Innganga Íslands í ESB. Könnun Maskínu. Fleiri eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Aftur á móti telur ríflega helmingur þjóðarinnar að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við sambandið. Í vikunni lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fram þingsályktunartillögu um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Lagt er til að Alþingi taki upp þráðinn frá því 2009 þegar þingsályktun um aðildarumsókn var samþykkt og nefnd verði skipuð til að stýra undirbúningsvinnunni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um endurupptöku viðræðna fari fram eigi síðar en í janúar 2022. „Og ef hún segir já, að þjóðin fái líka að taka afstöðu um samning í viðræðum við Evrópusambandið,“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi. Segir viðskiptafrelsið undir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði tillöguna sýna kýrskýrt hver stefna Viðreisnar væri í málinu og rifjaði svo upp þegar Þorgerður var í sjálfstæðisflokknum og var fríverslunarsinni, að hans sögn. „Ef við göngum í Evrópusambandið þá afnemum við viðskiptafrelsi okkar, hvorki meira né minna,“ sagði Guðlaugur. „Af hverju er þessi stóri flokkur svona hræddur við að treysta þjóðinni?“ spurði Þorgerður Katrín á móti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/vilhelm Þriðjungur hlynntur, 40% andvíg Þjóðin segir sína skoðun á málinu í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Þar kemur fram að tæplega þriðjungur er mjög eða fremur hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og hefur afstaðan lítið breyst frá 2019. Fleiri eru andvígir inngöngu eða yfir fjörutíu prósent landsmanna en andstaðan hefur minnkað um rúm ríflega tvö prósentustig frá 2019. Könnun Maskínu. Mesta andstaðan er meðal kjósenda Miðflokksins eða næstum sjötíu prósent, nær helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks er mjög andvígir inngöngu og ríflega fjörutíu prósent Framsóknarmanna. Kjósendur Samfylkingar eru hlynntastir inngöngu eða ríflega 41% en Viðreisn kemur strax á hæla þeirra eða ríflega fjörutíu prósent. Könnun Maskínu. Aftur á móti þegar spurt er hvort fólk telji að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við ESB kemur í ljós að fleiri telji svo vera eða ríflega helmingur þjóðarinnar. Já: 54,8% Nei: 45,2%. Könnun Maskínu. Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Í vikunni lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fram þingsályktunartillögu um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Lagt er til að Alþingi taki upp þráðinn frá því 2009 þegar þingsályktun um aðildarumsókn var samþykkt og nefnd verði skipuð til að stýra undirbúningsvinnunni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um endurupptöku viðræðna fari fram eigi síðar en í janúar 2022. „Og ef hún segir já, að þjóðin fái líka að taka afstöðu um samning í viðræðum við Evrópusambandið,“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi. Segir viðskiptafrelsið undir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði tillöguna sýna kýrskýrt hver stefna Viðreisnar væri í málinu og rifjaði svo upp þegar Þorgerður var í sjálfstæðisflokknum og var fríverslunarsinni, að hans sögn. „Ef við göngum í Evrópusambandið þá afnemum við viðskiptafrelsi okkar, hvorki meira né minna,“ sagði Guðlaugur. „Af hverju er þessi stóri flokkur svona hræddur við að treysta þjóðinni?“ spurði Þorgerður Katrín á móti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/vilhelm Þriðjungur hlynntur, 40% andvíg Þjóðin segir sína skoðun á málinu í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Þar kemur fram að tæplega þriðjungur er mjög eða fremur hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og hefur afstaðan lítið breyst frá 2019. Fleiri eru andvígir inngöngu eða yfir fjörutíu prósent landsmanna en andstaðan hefur minnkað um rúm ríflega tvö prósentustig frá 2019. Könnun Maskínu. Mesta andstaðan er meðal kjósenda Miðflokksins eða næstum sjötíu prósent, nær helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks er mjög andvígir inngöngu og ríflega fjörutíu prósent Framsóknarmanna. Kjósendur Samfylkingar eru hlynntastir inngöngu eða ríflega 41% en Viðreisn kemur strax á hæla þeirra eða ríflega fjörutíu prósent. Könnun Maskínu. Aftur á móti þegar spurt er hvort fólk telji að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við ESB kemur í ljós að fleiri telji svo vera eða ríflega helmingur þjóðarinnar. Já: 54,8% Nei: 45,2%. Könnun Maskínu.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira