Bjarni segist ekki þurfa leyfi til að leggja fram frumvörp Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2021 20:31 Fjármálaráðherra segist ekki þurfa leyfi frá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvörp en hún hefur gagnrýnt frumvarp hans um lífeyrissjóði. Það gangi á lífeyrisrétt yngsta fólksins og hafi verið lagt fram án samráðs. Alþýðusambandið og forystumenn verkalýðsfélaga hafa brugðist illa við frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarks iðngjalds í lífeyrissjóði eftir innleiðingu svo kallaðrar tilgreindar séreignar. Ekkert samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar hins vegar í yfirlýsingu stjórnvalda tengslum við gerð lífskjarasamninganna og það markmið að samræma lífeyriskjör ríkisstarfsmanna og almenna markaðarins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir engan rökstuðning fylgja þeirri ákvörðun að hækka aldur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð úr sextán árum í átján.Stöð 2/Sigurjón Drífa Snædal forseti ASÍ segir að í frumvarpinu sé meðal annars gert ráð fyrir að lífeyrisgreiðslualdur verði hækkaður úr sextán árum í átján án nokkurs rökstuðnings eða útreikninga. „Hugmyndin þarna að baki er ekki önnur en sú að það sé sami upphafsdagur réttindaávinnslu eins og er í almannatryggingakerfinu í raun og veru. Að það eigi að vera sama viðmiðunarmark. Það má eflaust hafa ólíkar skoðanir á því og við skulum bara ræða það,“ segir Bjarni. En forseti Alþýðusambandsins hefur fleira að athuga við frumvarp fjármálaráðherra. „Í öðru lagi er það það að verðbæta lífeyrinn bara einu sinni á ári. Ekki einu sinni í mánuði eins og flest annað er verðbætt í okkar samfélagi. Síðan í þriðja lagi það að enn og aftur á að skilja sjómennina eftir með tólf prósent lífeyrisiðgjöld en ekki fimmtán komma fimm með því að smygla þarna inn undanþáguákvæði vegna kjarasamninga,“ segir Drífa. Fjármálaráðherra segir að frumvarp hans geti að sjálfsögðu tekið breytingum í meðförum Alþingis en hann þurfi ekki leyfi frá ASÍ til að leggja fram frumvörp.Vísir/Vilhelm Bjarni segir breytingar á verðbótum ekki gerðar til að skerða lífeyrisgreiðslur til fólks. Þá helgist lífeyrisgreiðslur sjómanna af hlutaskiptum í launakerfi þeirra. Drífa segir Alþýðusambandið hafa mótmælt bæði vinnubrögðum ráðherra og innihaldi frumvarpsins á þjóðhagsráðsfundi og í bréfum til forsætis- og fjármálaráðherra. „Og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þingheimur ætli að fara með svona í gegn, þessi ákveðnu atriði í frumvarpinu, í andstöðu við vinnandi fólk í landinu,“ segir forseti ASÍ. Bjarni segir málin ekki útrædd. „Ég veit ekki hvort menn líta þannig á að maður þurfi að fá leyfi hjá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Stundum líður mér þannig. En ég held að það viti það flestir að það er ekki þannig sem hlutirnir ganga fyrir sig." Þannig að þú reiknar alveg eins með því að þetta frumvarp geti tekið breytingum hér í þinginu? „Að sjálfsögðu getur frumvarpið tekið breytingum,“ segir Bjarni Benediktsson. Lífeyrissjóðir Alþingi Kjaramál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Alþýðusambandið og forystumenn verkalýðsfélaga hafa brugðist illa við frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarks iðngjalds í lífeyrissjóði eftir innleiðingu svo kallaðrar tilgreindar séreignar. Ekkert samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar hins vegar í yfirlýsingu stjórnvalda tengslum við gerð lífskjarasamninganna og það markmið að samræma lífeyriskjör ríkisstarfsmanna og almenna markaðarins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir engan rökstuðning fylgja þeirri ákvörðun að hækka aldur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð úr sextán árum í átján.Stöð 2/Sigurjón Drífa Snædal forseti ASÍ segir að í frumvarpinu sé meðal annars gert ráð fyrir að lífeyrisgreiðslualdur verði hækkaður úr sextán árum í átján án nokkurs rökstuðnings eða útreikninga. „Hugmyndin þarna að baki er ekki önnur en sú að það sé sami upphafsdagur réttindaávinnslu eins og er í almannatryggingakerfinu í raun og veru. Að það eigi að vera sama viðmiðunarmark. Það má eflaust hafa ólíkar skoðanir á því og við skulum bara ræða það,“ segir Bjarni. En forseti Alþýðusambandsins hefur fleira að athuga við frumvarp fjármálaráðherra. „Í öðru lagi er það það að verðbæta lífeyrinn bara einu sinni á ári. Ekki einu sinni í mánuði eins og flest annað er verðbætt í okkar samfélagi. Síðan í þriðja lagi það að enn og aftur á að skilja sjómennina eftir með tólf prósent lífeyrisiðgjöld en ekki fimmtán komma fimm með því að smygla þarna inn undanþáguákvæði vegna kjarasamninga,“ segir Drífa. Fjármálaráðherra segir að frumvarp hans geti að sjálfsögðu tekið breytingum í meðförum Alþingis en hann þurfi ekki leyfi frá ASÍ til að leggja fram frumvörp.Vísir/Vilhelm Bjarni segir breytingar á verðbótum ekki gerðar til að skerða lífeyrisgreiðslur til fólks. Þá helgist lífeyrisgreiðslur sjómanna af hlutaskiptum í launakerfi þeirra. Drífa segir Alþýðusambandið hafa mótmælt bæði vinnubrögðum ráðherra og innihaldi frumvarpsins á þjóðhagsráðsfundi og í bréfum til forsætis- og fjármálaráðherra. „Og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þingheimur ætli að fara með svona í gegn, þessi ákveðnu atriði í frumvarpinu, í andstöðu við vinnandi fólk í landinu,“ segir forseti ASÍ. Bjarni segir málin ekki útrædd. „Ég veit ekki hvort menn líta þannig á að maður þurfi að fá leyfi hjá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Stundum líður mér þannig. En ég held að það viti það flestir að það er ekki þannig sem hlutirnir ganga fyrir sig." Þannig að þú reiknar alveg eins með því að þetta frumvarp geti tekið breytingum hér í þinginu? „Að sjálfsögðu getur frumvarpið tekið breytingum,“ segir Bjarni Benediktsson.
Lífeyrissjóðir Alþingi Kjaramál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira