Lífið

Ingibjörg Pálma hélt upp á sextugsafmælið með stæl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bubbi Morthens mætti og tók nokkur vel valin lög. 
Bubbi Morthens mætti og tók nokkur vel valin lög. 

Athafnakonan Ingibjörg Pálmadóttir hélt upp á sextugsafmælið úti á landi í gær.

Bubbi Morthens kom þar fram og spilaði fyrir gesti sín vinsælustu lög. Meðal gesta voru ljósmyndarinn Silja Magg, systir hennar Lilja Pálmadóttir, Melkorka Katrín Tómasdóttir dóttir Ingibjargar og fleiri fjölskyldumeðlimir.

Eiginmaður Ingibjargar, Jón Ásgeir Jóhannesson, var að sjálfsögðu einnig á staðnum. Veislan var haldin á Torfahús Retreat rétt við Bláskógabyggð á Suðurlandinu.

Melkorka og Silja Magg deildu frá ferðinni á Instagram. 

Ingibjörg Pálmadóttir hefur verið ein farsælasta athafnakona landsins í mörg ár og átti hún til að mynda 365 miðla til margra ára.

Bubbi Morthens birti þessa mynd í gær á sinni síðu en Silja Magg birtir færslu á Instagram þar sem hann flytur lagið Fallegur dagur. 

Systir hennar Lilja Pálmadóttir hélt einnig upp á afmælið sitt út á landi þegar hún varð fimmtug fyrir þremur árum.

Þau hjónin Ingibjörg og Jón Ásgeir fóru einnig í þyrluflug yfir gossvæðið í gær og skoðuðu sig um í Geldingadölum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.