Innlent

Fimmtíu orðið fyrir ofbeldi af hendi fyrrverandi maka

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri.
Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Bjarmahlíð

Hundrað og tíu manns leituðu til Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri, í fyrra samkvæmt ársskýrslu Bjarmahlíðar. Fimmtíu þolendur tilgreindu ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka.

Starfsemi Bjarmahlíðar, sem er á Akureyri, hófst vorið 2019 en Bjarmahlíð var upphaflega tveggja ára tilraunaverkefni en starfseminni hefur verið tryggt fjármagn út árið 2021. Alls leituðu hundrað og tíu einstaklingar til Bjarmahlíðar árið 2020, áttatíu og níu prósent konur og ellefu prósent karlar.

Samkvæmt ársskýrslu Bjarmahlíðar sögðust fjörutíu og tvö prósent hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og fjörutíu og tvö prósent fyrir líkamlegu ofbeldi. sjötíu og níu prósent þolenda höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi að sögn Guðrúnar Blöndal, teymisstjóra.

Guðrún Blöndal er teymisstjóri Bjarmahlíðar.Bjarmahlíð

„Að kúga, niðurlægja, stjórna og meiða með orðum. Þá er verið að kasta hlutum og ógnandi hegðun. Þetta er eins og að búa á jarðsprengjusvæði, þú veist aldrei hvenær sprengjan springur,“ segir Guðrún og bætir við að flestir hafi þó orðið fyrir fleiri en einnig tegund ofbeldis. 

Guðrún segir að fimmtíu þolendur ofbeldis hafi tilgreint að ofbeldið hafi verið af hálfu fyrrverandi maka.

„Eins og kona sem var hjá mér í gær orðaði það að hún sagði mér að hún upplifði að fyrrverandi makinn hefði ákveðið eignarhald á henni ennþá þó að sambandinu væri lokið og þetta er það sem ég er að sjá að þó að sambandinu sé lokið þá heldur ofbeldið áfram,“ segir Guðrún og  nefndir dæmi um að bílar séu rispaðir eða að stanslaust sé verið að senda skilaboð og hóta. 

Konurnar glími við langvarandi afleiðingar.

„sextíu og sex prósent þeirra sem leita til okkar að glíma við andlega sjúkdóma. Þá er það kvíði, svefnleysi og hræðsla,“ segir Guðrún. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.