Covid-sýnataka í húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut.Vísir/Vilhelm
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta.
123 eru nú í einangrun með Covid-19 á landinu og fækkar um einn síðan tölur voru síðast birtar fyrir páska. Enginn er nú á sjúkrahúsi vegna Covid en var einn fyrir páska. Þá eru 139 í sóttkví en voru 174 fyrir páska. 802 eru í skimunarsóttkví.
Talsvert fleiri sýni voru tekin í gær en dagana á undan eða rétt tæplega 1.500, þar af 432 landamærasýni.
Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smita síðustu fjórtán daga á hverja 100 þúsund íbúa, er 24,0 en var áður 22,9. Nýgengi landamærasmita lækkar talsvert síðan fyrir páska; var 10,6 en er nú 7,9.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.