„Ég trúði engu öðru en að þau væru foreldrar mínir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2021 14:30 Vilhjálmur Albertsson þekkti ekki uppruna sinn þegar hann var barn. Leitin að upprunanum Vilhjálmur Albertsson var ættleiddur sem ungbarn af íslenskum hjónum. Fyrir rúmu ári hellti hann sér út í upprunaleit, þá kominn á áttræðisaldur, með dyggri aðstoð dóttur sinnar og tengdasonar. Hann sagði frá þessari reynslu í lokaþættinum af Leitin að upprunanum. Vilhjálmur er fæddur í janúar árið 1947 og var ættleiddur nokkurra daga gamall af hjónunum Albert Guðmundssyni og Steinunni Finnbogadóttur. Ættleiðingin var ekki rædd einu orði á heimilinu þegar hann var barn. „Nei ég vissi það nú ekki,“ svarar Vilhjálmur þegar hann er spurður hvort að hann hafi alltaf vitað að hann væri ættleiddur. Í barnaskóla heyrði hann að þau væru ekki pabbi hans og mamma, en hann sagði samt ekki neitt. „Ég trúði engu öðru en að þau væru foreldrar mínir. Ég var örugglega orðinn um fimmtán ára þegar ég fór að gera mér grein fyrir því, en það þýddi ekkert að spyrja mömmu. Hún sagði aldrei neitt.“ Litlar upplýsingar til að vinna með Um tvítugt fór Vilhjálmur að spyrja spurninga og í framhaldinu fór hann að leita að blóðmóður sinni. Móðir hans reyndist heita Sigrún Alda Sigurðardóttir. Hann fór þó ekki á fund hennar fyrr en nokkru síðar og þá ásamt eiginkonu sinni og frumburði sínum. „Ég fiskaði upp hvar hún bjó og fór og heimsótti hana.“ Mæðginin urðu nokkuð náin og héldu alltaf sambandi, en Sigrún lést árið 2014. Vilhjálmur kynntist öðrum börnum hennar og stækkaði þá fjölskyldu sína. Sigrún gat litlar upplýsingar gefið um barnsföður sinn, en nafn hans var Richard Brown og hafði verið hermaður á Íslandi. Á þeim tíma var hann giftur og átti tvö börn í Bandaríkjunum. „Hann bara kynntist henni þegar hann var hér í hernum, hann var hérna í tvö ár.“ Málið lá svo í dvala í mörg ár og Vilhjálmur hélt að hann myndi kannski aldrei fá svörin sem hann leitaði eftir. Eftir að horfa á sögu Guðmundar Kort í Leitin að upprunanum fengu dóttir Vilhjálms og tengdasonur þá hugmynd að nota samskonar DNA próf til að finna svarið um það hver faðir Vilhjálms væri. Vilhjálmur sendi munnvatnssýni til Bandaríkjanna og tveimur vikum síðar kom niðurstaða. Höskuldarviðvörun: Ef þú hefur ekki heyrt af sögu Vilhjálms eða séð þáttinn ættir þú ekki að lesa lengra nema að þú viljir vita hvernig leitin hans að upprunanum endaði. . . . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . . Klökknaði við að sjá myndina Í kjölfarið fór af stað atburðarrás sem fór þannig að eftir nokkra leit fundu þau upplýsingar um föður Vilhjálms. Hann hafði látist árið 1984 en þau komust þó í samband við dóttur hans, Nancy Pennington. Hún staðfesti að Richard hafi verið á Íslandi á þeim tíma sem Vilhjálmur fæddist. „Ég stóð í eldhúsinu með símann minn, með þessum upplýsingum og ég fór bara að grenja,“ segir Kolbrún um augnablikið þegar þau fengu loksins staðfestinguna. Nancy var að nálgast áttrætt og reyndist ein af fjórum börnum Richards Brown í Bandaríkjunum. Hann hafði átt tvo syni sem báðir voru látnir og einnig tvær dætur. Nancy tók fréttunum afar vel og sendi Vilhjálmi samstundis myndir af föður þeirra. Það var í fyrsta skipti sem Vilhjálmur sá hvernig faðir hans hafði litið út og hann á erfitt með að lýsa tilfinningunni sem því fylgdi. „Maður hálf klökknaði. Þegar ég sá mynd af honum þegar hann var á svipuðum aldri og ég, þá sá ég strax svipinn.“ Þegar Vilhjálmur og fjölskylda voru á Flórída um jólin það ár, kom Nancy óvænt að hitta þau ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Kolbrún dóttir Vilhjálms sá um skipulagninguna og náði að halda þeim áætlunum leyndum fyrir foreldrum sínum og koma þeim á óvart. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði úr lokaþættinum af Leitin af upprunanum, var þetta tilfinningaþrungin stund. Klippa: 73 og 79 ára þegar þau hittust í fyrsta skipti Ekki búin að segja honum allt Systkinin hittust í fyrsta sinn þennan dag á Flórída, 73 og 79 ára. Nancy gat sagt Vilhjálmi eitt og annað um föður þeirra og systkinin mynduðu einstök tengsl á örskömmum tíma. Þau vörðu saman tveimur dögum í Flórída og ákváðu að Vilhjálmur og fjölskylda myndu heimsækja Nancy til New York fylkis í júní, hálfu ári síðar. Sjálf yrði Nancy áttræð þá um haustið og hún tók strax ákvörðun um að breyta afmælisplönum sínum úr siglingu um karabíska hafið í heimsókn til bróður síns á Íslandi. Það varð þó aldrei að þeirri heimsókn. Eftir heimkomu var Nancy í tíðum samskiptum við fjölskylduna en aðeins örfáum mánuðum eftir fyrsta fund systkinanna fékk fjölskyldan þær fréttir að Nancy væri látin. „Ég missti þarna manneskju úr fjölskyldunni,“ segir Vilhjálmur. Allir vilja vita upprunann Vilhjálmur segist þó afar þakklátur fyrir að hafa náð að finna ræturnar og kynnast Nancy. Þó að það sé erfitt að hafa ekki fengið meiri tíma með henni. „Mér fannst eins og hún væri ekki búin að segja mér allt sem hún þurfti.“ Hann segir ótrúlegt til þess að hugsa að innan við hálft ár hafi liðið frá því dóttir hans og tengdasonur pöntuðu DNA prófið þar til Nancy lést og að þau hafi náð að hittast í millitíðinni. „Það vilja allir vita sinn uppruna, sama hver hann er.“ Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi var saga Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur rifjuð upp en hún fór út til 15. mars 2021 15:30 „Hann átti þetta bara svo mikið skilið“ Þriðji þátturinn í nýrri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fór í loftið í gærkvöldi. Þar var saga Guðmundar Kort Lorenzini rifjuð upp en hann fann fjölskylduna sína í Bandaríkjunum fyrir 3 árum. 8. mars 2021 13:30 „Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki“ Ný þáttaröð af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi og var í þættinum rætt við Brynju Dan sem fjallað var um í allra fyrsta þættinum á sínum tíma. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hana um allt ferlið og hvaða áhrif það hafði haft á hana. 22. febrúar 2021 13:33 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Vilhjálmur er fæddur í janúar árið 1947 og var ættleiddur nokkurra daga gamall af hjónunum Albert Guðmundssyni og Steinunni Finnbogadóttur. Ættleiðingin var ekki rædd einu orði á heimilinu þegar hann var barn. „Nei ég vissi það nú ekki,“ svarar Vilhjálmur þegar hann er spurður hvort að hann hafi alltaf vitað að hann væri ættleiddur. Í barnaskóla heyrði hann að þau væru ekki pabbi hans og mamma, en hann sagði samt ekki neitt. „Ég trúði engu öðru en að þau væru foreldrar mínir. Ég var örugglega orðinn um fimmtán ára þegar ég fór að gera mér grein fyrir því, en það þýddi ekkert að spyrja mömmu. Hún sagði aldrei neitt.“ Litlar upplýsingar til að vinna með Um tvítugt fór Vilhjálmur að spyrja spurninga og í framhaldinu fór hann að leita að blóðmóður sinni. Móðir hans reyndist heita Sigrún Alda Sigurðardóttir. Hann fór þó ekki á fund hennar fyrr en nokkru síðar og þá ásamt eiginkonu sinni og frumburði sínum. „Ég fiskaði upp hvar hún bjó og fór og heimsótti hana.“ Mæðginin urðu nokkuð náin og héldu alltaf sambandi, en Sigrún lést árið 2014. Vilhjálmur kynntist öðrum börnum hennar og stækkaði þá fjölskyldu sína. Sigrún gat litlar upplýsingar gefið um barnsföður sinn, en nafn hans var Richard Brown og hafði verið hermaður á Íslandi. Á þeim tíma var hann giftur og átti tvö börn í Bandaríkjunum. „Hann bara kynntist henni þegar hann var hér í hernum, hann var hérna í tvö ár.“ Málið lá svo í dvala í mörg ár og Vilhjálmur hélt að hann myndi kannski aldrei fá svörin sem hann leitaði eftir. Eftir að horfa á sögu Guðmundar Kort í Leitin að upprunanum fengu dóttir Vilhjálms og tengdasonur þá hugmynd að nota samskonar DNA próf til að finna svarið um það hver faðir Vilhjálms væri. Vilhjálmur sendi munnvatnssýni til Bandaríkjanna og tveimur vikum síðar kom niðurstaða. Höskuldarviðvörun: Ef þú hefur ekki heyrt af sögu Vilhjálms eða séð þáttinn ættir þú ekki að lesa lengra nema að þú viljir vita hvernig leitin hans að upprunanum endaði. . . . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . . Klökknaði við að sjá myndina Í kjölfarið fór af stað atburðarrás sem fór þannig að eftir nokkra leit fundu þau upplýsingar um föður Vilhjálms. Hann hafði látist árið 1984 en þau komust þó í samband við dóttur hans, Nancy Pennington. Hún staðfesti að Richard hafi verið á Íslandi á þeim tíma sem Vilhjálmur fæddist. „Ég stóð í eldhúsinu með símann minn, með þessum upplýsingum og ég fór bara að grenja,“ segir Kolbrún um augnablikið þegar þau fengu loksins staðfestinguna. Nancy var að nálgast áttrætt og reyndist ein af fjórum börnum Richards Brown í Bandaríkjunum. Hann hafði átt tvo syni sem báðir voru látnir og einnig tvær dætur. Nancy tók fréttunum afar vel og sendi Vilhjálmi samstundis myndir af föður þeirra. Það var í fyrsta skipti sem Vilhjálmur sá hvernig faðir hans hafði litið út og hann á erfitt með að lýsa tilfinningunni sem því fylgdi. „Maður hálf klökknaði. Þegar ég sá mynd af honum þegar hann var á svipuðum aldri og ég, þá sá ég strax svipinn.“ Þegar Vilhjálmur og fjölskylda voru á Flórída um jólin það ár, kom Nancy óvænt að hitta þau ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Kolbrún dóttir Vilhjálms sá um skipulagninguna og náði að halda þeim áætlunum leyndum fyrir foreldrum sínum og koma þeim á óvart. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði úr lokaþættinum af Leitin af upprunanum, var þetta tilfinningaþrungin stund. Klippa: 73 og 79 ára þegar þau hittust í fyrsta skipti Ekki búin að segja honum allt Systkinin hittust í fyrsta sinn þennan dag á Flórída, 73 og 79 ára. Nancy gat sagt Vilhjálmi eitt og annað um föður þeirra og systkinin mynduðu einstök tengsl á örskömmum tíma. Þau vörðu saman tveimur dögum í Flórída og ákváðu að Vilhjálmur og fjölskylda myndu heimsækja Nancy til New York fylkis í júní, hálfu ári síðar. Sjálf yrði Nancy áttræð þá um haustið og hún tók strax ákvörðun um að breyta afmælisplönum sínum úr siglingu um karabíska hafið í heimsókn til bróður síns á Íslandi. Það varð þó aldrei að þeirri heimsókn. Eftir heimkomu var Nancy í tíðum samskiptum við fjölskylduna en aðeins örfáum mánuðum eftir fyrsta fund systkinanna fékk fjölskyldan þær fréttir að Nancy væri látin. „Ég missti þarna manneskju úr fjölskyldunni,“ segir Vilhjálmur. Allir vilja vita upprunann Vilhjálmur segist þó afar þakklátur fyrir að hafa náð að finna ræturnar og kynnast Nancy. Þó að það sé erfitt að hafa ekki fengið meiri tíma með henni. „Mér fannst eins og hún væri ekki búin að segja mér allt sem hún þurfti.“ Hann segir ótrúlegt til þess að hugsa að innan við hálft ár hafi liðið frá því dóttir hans og tengdasonur pöntuðu DNA prófið þar til Nancy lést og að þau hafi náð að hittast í millitíðinni. „Það vilja allir vita sinn uppruna, sama hver hann er.“
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi var saga Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur rifjuð upp en hún fór út til 15. mars 2021 15:30 „Hann átti þetta bara svo mikið skilið“ Þriðji þátturinn í nýrri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fór í loftið í gærkvöldi. Þar var saga Guðmundar Kort Lorenzini rifjuð upp en hann fann fjölskylduna sína í Bandaríkjunum fyrir 3 árum. 8. mars 2021 13:30 „Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki“ Ný þáttaröð af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi og var í þættinum rætt við Brynju Dan sem fjallað var um í allra fyrsta þættinum á sínum tíma. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hana um allt ferlið og hvaða áhrif það hafði haft á hana. 22. febrúar 2021 13:33 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi var saga Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur rifjuð upp en hún fór út til 15. mars 2021 15:30
„Hann átti þetta bara svo mikið skilið“ Þriðji þátturinn í nýrri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fór í loftið í gærkvöldi. Þar var saga Guðmundar Kort Lorenzini rifjuð upp en hann fann fjölskylduna sína í Bandaríkjunum fyrir 3 árum. 8. mars 2021 13:30
„Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki“ Ný þáttaröð af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi og var í þættinum rætt við Brynju Dan sem fjallað var um í allra fyrsta þættinum á sínum tíma. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hana um allt ferlið og hvaða áhrif það hafði haft á hana. 22. febrúar 2021 13:33