„Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2021 13:33 Sara Benediktsdóttir leitaði sjálf upprunans. Ný þáttaröð af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi og var í þættinum rætt við Brynju Dan sem fjallað var um í allra fyrsta þættinum á sínum tíma. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hana um allt ferlið og hvaða áhrif það hafði haft á hana. Einnig var fjallað um Söru Benediktsdóttur sem sá einmitt þáttinn með Brynju á sínum tíma og kom þá upp mikil þrá að leita upprunans. Sara var einnig ættleidd frá Sri Lanka. Sara er Hafnfirðingur og á eina sjö ára stúlku og eiginmann sem sjálfur var einnig ættleiddur. Sara segist hafa grátið allan þáttinn þegar fjallað var um leit Brynju Dan. Hún hafi í kjölfarið ákveðið að leita upprunans. Höskuldarviðvörun: Fyrir þá sem hafa ekki horft á fyrsta þáttinn ættu ekki að lesa lengra og loka strax greininni. . . . . . . . . . . Það er búið að vera þig við. . . . . . . . . . Sara hafði ekki miklar upplýsingar þegar leitin hófst en fékk aðstoð frá Guðmundi Árna Stefánssyni sendiherra og móðurbróðir Brynju Dan sem hafði aðstoðað hana í þættinum fyrir fimm árum. Guðmundur vísaði henni áfram á ræðismann Íslands á Sri Lanka og fékk hún aðstoð. Það skilaði sér í því að hún fékk póst um það að móðir hennar væri fundin. Hún fékk póst um að móðir hennar vildi umfram allt hitta dóttur sína en aðstæður hennar væru flóknar. Nýr tónn Hún ætti mann sem vissi ekki af ættleiðingunni og því yrðu þær að hittast án vitneskju núverandi eiginmanns hennar. Seinna fékk hún póst um að sökum núverandi aðstæðna í hjónabandi móður Söru var ekki ráðlagt að hún kæmi út að hitta hana og segir Sara að það hafi verið mjög erfiðar fréttir að fá. En skyndilega kom annar póstur þar sem kvað við nýjan tón og vildi móðir hennar gera allt sem hún gæti til að hitta hana. Erfiðu fréttirnar voru þær að heilsu hennar hrakaði stöðugt og ljóst var að hún gæti átt skammt eftir ólifað. Sara var því hvött til að drífa sig út til Sri Lanka til að hitta hana. Það var á fimmtudegi sem hún ákvað að fara út og var lögð af stað á þriðjudeginum á eftir. Sara fór út ásamt manninum sínum og pabba. Hún tók sjálf mikið myndefni upp sem sýnt var í þættinum í gær og hitti hún móður sína, ömmu sína og bróður. Sara með fjölskyldunni sinni ytra. En eins og áður segir var móðir hennar veik og þegar hún lenti aftur á Íslandi frétti hún stuttu seinna að móðir hennar væri látin. Þá hringdi bróðir hennar í hana og hún náði ekki að svara símanum. „Ég hugsaði strax, hún er örugglega látin. Ég hringi til baka og hann segir að mamma hafi dáið í nótt. Ég náttúrulega fer að gráta og græt allan daginn. Það var rosa skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki. En samt þekktir því þú varst í maganum á þessari manneskju í níu mánuði og það myndast tengsl,“ segir Sara en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi. Klippa: Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki Leitin að upprunanum Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Einnig var fjallað um Söru Benediktsdóttur sem sá einmitt þáttinn með Brynju á sínum tíma og kom þá upp mikil þrá að leita upprunans. Sara var einnig ættleidd frá Sri Lanka. Sara er Hafnfirðingur og á eina sjö ára stúlku og eiginmann sem sjálfur var einnig ættleiddur. Sara segist hafa grátið allan þáttinn þegar fjallað var um leit Brynju Dan. Hún hafi í kjölfarið ákveðið að leita upprunans. Höskuldarviðvörun: Fyrir þá sem hafa ekki horft á fyrsta þáttinn ættu ekki að lesa lengra og loka strax greininni. . . . . . . . . . . Það er búið að vera þig við. . . . . . . . . . Sara hafði ekki miklar upplýsingar þegar leitin hófst en fékk aðstoð frá Guðmundi Árna Stefánssyni sendiherra og móðurbróðir Brynju Dan sem hafði aðstoðað hana í þættinum fyrir fimm árum. Guðmundur vísaði henni áfram á ræðismann Íslands á Sri Lanka og fékk hún aðstoð. Það skilaði sér í því að hún fékk póst um það að móðir hennar væri fundin. Hún fékk póst um að móðir hennar vildi umfram allt hitta dóttur sína en aðstæður hennar væru flóknar. Nýr tónn Hún ætti mann sem vissi ekki af ættleiðingunni og því yrðu þær að hittast án vitneskju núverandi eiginmanns hennar. Seinna fékk hún póst um að sökum núverandi aðstæðna í hjónabandi móður Söru var ekki ráðlagt að hún kæmi út að hitta hana og segir Sara að það hafi verið mjög erfiðar fréttir að fá. En skyndilega kom annar póstur þar sem kvað við nýjan tón og vildi móðir hennar gera allt sem hún gæti til að hitta hana. Erfiðu fréttirnar voru þær að heilsu hennar hrakaði stöðugt og ljóst var að hún gæti átt skammt eftir ólifað. Sara var því hvött til að drífa sig út til Sri Lanka til að hitta hana. Það var á fimmtudegi sem hún ákvað að fara út og var lögð af stað á þriðjudeginum á eftir. Sara fór út ásamt manninum sínum og pabba. Hún tók sjálf mikið myndefni upp sem sýnt var í þættinum í gær og hitti hún móður sína, ömmu sína og bróður. Sara með fjölskyldunni sinni ytra. En eins og áður segir var móðir hennar veik og þegar hún lenti aftur á Íslandi frétti hún stuttu seinna að móðir hennar væri látin. Þá hringdi bróðir hennar í hana og hún náði ekki að svara símanum. „Ég hugsaði strax, hún er örugglega látin. Ég hringi til baka og hann segir að mamma hafi dáið í nótt. Ég náttúrulega fer að gráta og græt allan daginn. Það var rosa skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki. En samt þekktir því þú varst í maganum á þessari manneskju í níu mánuði og það myndast tengsl,“ segir Sara en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi. Klippa: Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki
Leitin að upprunanum Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira