Lífið

Daði og Gagnamagnið áttundu á svið í Rotterdam

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið munu stíga á stokk í Rotterdam 20. maí og vonandi aftur 22. maí.
Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið munu stíga á stokk í Rotterdam 20. maí og vonandi aftur 22. maí. Baldur Kristjánsson

Í dag var tilkynnt í hvaða röð löndin fara á svið í undankeppni Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Rotterdam í maí. Daði og Gagnamagnið eru númer átta í röðinni á sínu undankvöldi.

Það eru innan við tveir mánuðir í að Daði og Gagnamagnið keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. Hópurinn stígur á svið á síðara undankvöldinu, fimmtudaginn 20. maí. Ísland keppir um eitt af tíu lausum sætum. Komist þau áfram fá þau að endurtaka leikinn laugardaginn 22. maí á aðalkvöldi keppninnar.  

17 lönd keppa um tíu laus pláss á síðara undankvöldi Euroviision.Eurovision

Hér fyrir neðan má svo sjá þau lönd sem keppa innbyrðis á fyrra undankvöldinu þann 18. maí.

16 lönd keppa um 10 laus pláss á fyrra undankvöldinu.Eurovision

Daði og Gagnamagnið frumsýndu í gær tónlistarmyndbandið við lagið sitt Ten Years og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefur verið spilað yfir 150 þúsund sinnum á Youtube á innan við sólarhring.


Tengdar fréttir

Liðs­menn eins vin­sælasta Euro­vision-bloggsins kveða upp dóm yfir Daða

Liðsmenn hinnar vinsælu Eurovision-bloggsíðu Wiwibloggs eru yfir sig hrifnir af framlagi Íslands í keppninni í ár, ef marka má myndband sem hlaðið var inn á YouTube-rás síðunnar í gær. Þó að þeir telji lagið ekki sigurstranglegt telja þeir öruggt að það komist alla leið á úrslitakvöldið í Rotterdam 22. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×