Lífið

Verð­laun­ahafarnir á ís­lensku hljóð­bóka­verð­laununum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eliza Reed afhenti Gunnar Helgasyni sérstök heiðursverðlaun. 
Eliza Reed afhenti Gunnar Helgasyni sérstök heiðursverðlaun. 

Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag.

 Verðlaunahátíðin var með öðru sniði en var lagt upp með í upphafi en það þurfti að afboða alla gesti með stuttum fyrirvara vegna breytinga á samkomutakmörkunum sem settar voru á miðvikudaginn.

Veitt voru verðlaun fyrir bestu hljóðbókina í flokkum barna- og ungmennabóka, glæpasagna, skáldsagna og óskáldaðs efnis.

Jakob Birgisson afhenti verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka en bókin Eyðieyjan eftir Hildi Loftsdóttur í lestri Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur hlaut verðlaunin í ár.

Hér má sjá Hildi Loftsdóttur og Álfrúnu Helgu taka við verðlaunum. 

Í flokki glæpasagna bar Illvirki, eftir Emelie Schepp, sigur úr býtum, í frábærum lestri Kristjáns Franklíns Magnús. Það var Kristján H. Kristjánsson sem sá um þýðingu bókarinnar.

Verðlaun fyrir bestu skáldsöguna hlaut Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason í hans eigin lestri. Óstýriláta mamma mín eftir Sæunni Kjartansdóttur hlaut svo verðlaunin sem besta bókin í flokki óskáldaðs efnis en hún las bókina einnig sjálf.

Sérstök heiðursverðlaun afhenti Eliza Reid forsetafrú Íslands, Gunnari Helgasyni fyrir framlag sitt til íslenskra barnabókmennta.

Bækur sem fengu tilnefningu:

Barna- og ung­menna­bæk­ur

Orri óstöðvandi – Hefnd glæpon­anna

Höf­und­ur: Bjarni Fritz­son

Les­ari: Vign­ir Rafn Valþórs­son

Traust­ur og Trygg­ur - Allt á hreinu í Rakka­vík

Höf­und­ar: Gunn­ar Helga­son, Fel­ix Bergs­son

Les­ar­ar: Gunn­ar Helga­son, Fel­ix Bergs­son

Lang­elst­ur að ei­lífu

Höf­und­ur: Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir

Les­ari: Sig­ríður Láretta Jóns­dótt­ir

Eyðieyj­an

Höf­und­ur: Hild­ur Lofts­dótt­ir

Les­ari: Álfrún Helga Örn­ólfs­dótt­ir

Langafi minn Súper­mann

Höf­und­ur: Ólíver Þor­steins­son

Les­ari: Sig­ríður Láretta Jóns­dótt­ir

Glæpa­sög­ur

Hvít­i­dauði

Höf­und­ur: Ragn­ar Jónas­son

Les­ari: Íris Tanja Flygenring, Har­ald­ur Ari Stef­áns­son

Stelp­ur sem ljúga

Höf­und­ur: Eva Björg Ægis­dótt­ir

Les­ari: Þór­dís Björk Þorfinns­dótt­ir

Fjötr­ar

Höf­und­ur: Sól­veig Páls­dótt­ir

Les­ari: Sól­veig Páls­dótt­ir

Fimmta barnið

Höf­und­ur: Eyrún Ýr Tryggva­dótt­ir

Les­ari: María Lovísa Guðjóns­dótt­ir

Ill­virki

Höf­und­ur: Emelie Schepp

Les­ari: Kristján Frank­lín Magnús

Þýðandi: Kristján H. Kristjáns­son

Skáld­sög­ur

Húðflúr­ar­inn í Auschwitz

Höf­und­ur: Heather Morr­is

Les­ari: Hjálm­ar Hjálm­ars­son

Þýðandi: Ólöf Pét­urs­dótt­ir

Hann kall­ar á mig

Höf­und­ur: Guðrún Sig­ríður Sæ­mundsen

Les­ari: Selma Björns­dótt­ir

Kokkáll

Höf­und­ur: Hall­dór Hall­dórs­son

Les­ari: Hall­dór Hall­dórs­son

Ein­fald­lega Emma

Höf­und­ur: Unn­ur Lilja Ara­dótt­ir

Les­ari: Þór­dís Björk Þorfinns­dótt­ir

Sex­tíu kíló af sól­skini

Höf­und­ur: Hall­grím­ur Helga­son

Les­ari: Hall­grím­ur Helga­son

Óskáldað efni

Björg­vin Páll Gúst­avs­son án filters

Höf­und­ar: Sölvi Tryggva­son, Björg­vin Páll Gúst­avs­son

Les­ari: Rún­ar Freyr Gísla­son

Óstýri­láta mamma mín og ég

Höf­und­ur: Sæ­unn Kjart­ans­dótt­ir

Les­ari: Sæ­unn Kjart­ans­dótt­ir

Ljósið í Djúp­inu

Höf­und­ur: Reyn­ir Trausta­son

Les­ari: Berg­lind Björk Jón­as­dótt­ir

Útkall - Tif­andi tímasprengja

Höf­und­ur: Óttar Sveins­son

Les­ari: Óttar Sveins­son

Mann­eskju­saga

Höf­und­ur: Stein­unn Ásmunds­dótt­ir

Les­ari: Mar­grét Örn­ólfs­dótt­ir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×