Innlent

Stór­sigur Röskvu tryggði sex­tán full­trúa af sau­tján

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Röskva fékk 16 af 17 fulltrúum í Stúdentaráði í nýafstöðnum kosningum.
Röskva fékk 16 af 17 fulltrúum í Stúdentaráði í nýafstöðnum kosningum. Vísir/Vilhelm

Röskva – samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands vann stórsigur í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands nú í kvöld. Röskva náði inn 16 fulltrúum í ráðið af alls 17. Hin stúdentahreyfingin í framboði, Vaka – hagsmunafélag stúdenta, fékk því einn.

Jóna Þórey Pétursdóttir, fyrrverandi forseti SHÍ og ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu Þjóðunum á sviði mannréttinda, segir á Twitter að um stærsta kosningasigur í sögu SHÍ sé að ræða.

Kosningin fór fram á Uglu, innra vefsvæði Háskóla Íslands, og stóð yfir í gær og í dag. Kjörsókn var 26,46 prósent. Hér að neðan má sjá hvernig fulltrúar raðast.

Félagsvísindasvið:

1. Rebekka Karlsdóttir (Röskvu)

2. Erna Lea Bergsteinsdóttir (Röskvu)

3. Stefán Kári Ottósson (Röskvu)

4. Ellen Geirsdóttir Håkansson (Vöku)

5. Kjartan Ragnarsson (Röskvu)

Heilbrigðisvísindasvið:

1. Ingunn Rós Kristjánsdóttir (Röskvu)

2. Margrét Jóhannesdóttir (Röskvu)

3. Kristján Guðmundsson (Röskvu)

Hugvísindasvið:

1. Jóna Gréta Hilmarsdóttir (Röskvu)

2. Anna María Björnsdóttir (Röskvu)

3. Sigurður Karl Pétursson (Röskvu)

Menntavísindasvið:

1. Rósa Halldórsdóttir (Röskvu)

2. Rannveig Klara Guðmundsdóttir (Röskvu)

3. Erlingur Sigvaldason (Röskvu)

Verkfræði- og náttúruvísindasvið:

1. Ingvar Þóroddsson (Röskvu)

2. Inga Huld Ármann (Röskvu)

3. Helena Gylfadóttir (Röskvu)



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×