Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 20:57 Will Smith er ein skærasta stjarnan í Hollywood. Honum þykir mikið til drónamyndbands Björns Steinbekks koma, þar sem drónanum er flogið inn í hraunsletturnar. Vísir/Getty/vilhelm Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. „Þetta er þriðja eldfjallið sem gýs rétt eftir að ég heimsæki það,“ skrifar Smith og virðist svekktur. Þá nafngreinir hann Björn Steinbekk, höfund myndbandsins, og hrósar honum fyrir færnina á drónann. „Ég ætla að kanna hvort ég finni leiðbeiningar í upptökunni um hvernig ég eigi að losna undan eldfjallabölvuninni minni,“ skrifar Smith að lokum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Smith dvaldi hér á landi við kvikmyndatökur í ágúst og september í fyrra. Hann fór meðal annars að Dettifossi og ferðaðist um Norðurland. Þá getur verið að í þeirri ferð hafi hann einnig farið á eldfjallaslóðir á Reykjanesi. Myndbandið sem Smith birtir er drónamyndband úr smiðju áðurnefns Björns af gossvæðinu. Myndbönd Björns, og einkum það sem Smith deilir í dag, hafa vakið heimsathygli. Björn ræddi vinsældir eldgosamyndbandanna og færni sína í drónaflugi við Vísi á þriðjudag. Will Smith er ein af skærustu stjörnum Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og svo mætti lengi telja. Hér fyrir neðan má sjá myndband Björns sem Smith deildi í dag. Í því flýgur Björn dróna sínum inn í hraunslettur sem spýtast upp úr gígnum. Þá má nálgast fleiri myndbönd á Instagram-reikningi Björns hér. Eldgos í Fagradalsfjalli Hollywood Eldgos og jarðhræringar Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. 6. september 2020 23:18 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
„Þetta er þriðja eldfjallið sem gýs rétt eftir að ég heimsæki það,“ skrifar Smith og virðist svekktur. Þá nafngreinir hann Björn Steinbekk, höfund myndbandsins, og hrósar honum fyrir færnina á drónann. „Ég ætla að kanna hvort ég finni leiðbeiningar í upptökunni um hvernig ég eigi að losna undan eldfjallabölvuninni minni,“ skrifar Smith að lokum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Smith dvaldi hér á landi við kvikmyndatökur í ágúst og september í fyrra. Hann fór meðal annars að Dettifossi og ferðaðist um Norðurland. Þá getur verið að í þeirri ferð hafi hann einnig farið á eldfjallaslóðir á Reykjanesi. Myndbandið sem Smith birtir er drónamyndband úr smiðju áðurnefns Björns af gossvæðinu. Myndbönd Björns, og einkum það sem Smith deilir í dag, hafa vakið heimsathygli. Björn ræddi vinsældir eldgosamyndbandanna og færni sína í drónaflugi við Vísi á þriðjudag. Will Smith er ein af skærustu stjörnum Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og svo mætti lengi telja. Hér fyrir neðan má sjá myndband Björns sem Smith deildi í dag. Í því flýgur Björn dróna sínum inn í hraunslettur sem spýtast upp úr gígnum. Þá má nálgast fleiri myndbönd á Instagram-reikningi Björns hér.
Eldgos í Fagradalsfjalli Hollywood Eldgos og jarðhræringar Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. 6. september 2020 23:18 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56
Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15
Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. 6. september 2020 23:18