Innlent

Rúmlega 400 manns í sóttkví

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aðeins einn greindist með veiruna innanlands í gær en mjög fjölgar á milli daga í sóttkví. Myndin er tekin fyrr í mánuðinum þegar tónleikagestir úr Hörpu mættu í skimun vegna smits hjá tónleikagesti.
Aðeins einn greindist með veiruna innanlands í gær en mjög fjölgar á milli daga í sóttkví. Myndin er tekin fyrr í mánuðinum þegar tónleikagestir úr Hörpu mættu í skimun vegna smits hjá tónleikagesti. Vísir/Vilhelm

Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is.

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví en alls eru 57 í einangrun með Covid-19.

1.064 eru í skimunarsóttkví og einn er á sjúkrahúsi. Þá er bólusetningu lokið hjá 16.906.

Enginn greindist með veiruna á landamærunum í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú 3,3 og nýgengi landamærasmita 11,7.

Þá var mikill fjöldi einkennasýna tekin innanlands í gær eða 1.215. Í fyrri og seinni landamæraskimun voru tekin samtals 486 sýni og 323 sýni voru tekin í skimunum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar.

Á sunnudag greindust fimm manns með kórónuveiruna innanlands. Af þeim voru þrír utan sóttkvíar.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að næstu daga yrði fylgst með því hvort fólk utan sóttkvíar færi að greinast. Það myndi ráða því hvort gripið verður til hertari aðgerða innanlands.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×