„Verði honum að góðu“ Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2021 09:25 Guðmundur Franklín er harla kátur með nýja auglýsingu frá Kjörís sem hann telur gagnast Frjálslynda lýðræðisflokknum afar vel. Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, vonar að honum líki ísinn en vonar að hann fari ekki að ganga um í Kjörísbol. Foringi Frjálslynda lýðræðisflokksins telur „XOXO“ í auglýsingu Kjöríss minna rækilega á flokkinn sem hefur listabókstafinn O. Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís, sem ætlar sér efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins segist fagna væntanlegum viðskiptum frá Guðmundi Franklín. „Ég bara vona að markaðsstjóri Kjöríss sendi mér ekki reikninginn. Því ég er farinn að sjá um auglýsingar fyrir flokkinn um allt land. Kann henni bestu þakkir fyrir þetta og vona að fólk kunni að meta þennan ís, að hann sé bragðgóður,“ segir Guðmundur Franklín í samtali við Vísi. Telur ísauglýsinguna nýtast flokknum sínum vel Guðmundur telur heldur betur hafa hlaupið á snærið hjá sér og Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hann stofnaði og ætlar fram með í komandi Alþingiskosningum en áletrunin við mynd af nýjum toppís frá Kjörís; XOXO segir hann minna kjósendur rækilega á að kjósa flokkinn. O er listabókstafur Frjálslynda lýðræðisflokksins. En vert er að geta þess að þarna er um að ræða vísun í þekkta kveðju í skilaboðum og bréfum sem standa fyrir kossa og knús. „Hún má búast við miklum viðskiptum frá öllum mínum flokksmönnum og velunnurum sem þykir ís góður,“ segir Guðmundur Franklín og skríkir af kátínu. Já helgin verður alltaf góð með Frjálslynda lýðræðisflokknum...XOXO kossar og knús Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Miðvikudagur, 17. mars 2021 Hann segir þetta ótrúlega tilviljun því litirnir auglýsingunni séu nákvæmlega þeir sömu og til stendur að nota í lógó, eða einkennismerki flokksins. Guðmundur Franklín telur víst að þessi tiltekni Lakkr-ís verði einskonar einkennisgóðgæti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Það verði keypt í stórum stíl og dreift til stuðningsmanna. Markaðsstjóri Kjöríss og einn eigenda er Guðrún Hafsteinsdóttir en Guðrún hefur gefið það út að hún vilji leiða Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi. Þar mun hún meðal annars kljást við þá Pál Magnússon sem situr í efsta sæti í því kjördæmi sem og Vilhjálm Árnason þingmann sem stefnir að því einnig. Bara að hann fari ekki að ganga um í Kjörís-bol „Nú ertu að segja mér fréttir,“ segir Guðrún þegar blaðamaður Vísis bar þetta undir hana nú skömmu fyrir helgi, að Guðmundur vilji tengja sig og flokk sinn við auglýsinguna. „Þetta er nú pínu fyndið verð ég að segja. Fyrstu viðbrögð mín eru að ég „couldn't care less!“ Kjörís ehf. tengist engum stjórnmálaflokki og við erum í engu sambandi við Frjálslynda lýðræðisflokkinn.“ Hún segir jafnframt að þeim hjá Kjörís þyki alltaf gaman þegar viðskiptavinir deili efni frá þeim. „En við eigum erfitt að stýra því hvernig efni okkar er notað eins og í þessu tilfelli. Guðmundur Franklín getur vitaskuld farið út í búð og keypt vöru frá okkur og gefið fólki. Við höfum enga stjórn á því. Ég verð samt að segja að ef hann fer að ganga um í Kjörísbol eða stilla upp merki flokks síns við hliðina á okkar merki að það þætti mér ekki í lagi. En akkúrat þetta truflar mig ekki. Mér finnst þetta bara pínu fyndið eins og ég sagði í upphafi. Verði honum svo bara að góðu.“ Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
„Ég bara vona að markaðsstjóri Kjöríss sendi mér ekki reikninginn. Því ég er farinn að sjá um auglýsingar fyrir flokkinn um allt land. Kann henni bestu þakkir fyrir þetta og vona að fólk kunni að meta þennan ís, að hann sé bragðgóður,“ segir Guðmundur Franklín í samtali við Vísi. Telur ísauglýsinguna nýtast flokknum sínum vel Guðmundur telur heldur betur hafa hlaupið á snærið hjá sér og Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hann stofnaði og ætlar fram með í komandi Alþingiskosningum en áletrunin við mynd af nýjum toppís frá Kjörís; XOXO segir hann minna kjósendur rækilega á að kjósa flokkinn. O er listabókstafur Frjálslynda lýðræðisflokksins. En vert er að geta þess að þarna er um að ræða vísun í þekkta kveðju í skilaboðum og bréfum sem standa fyrir kossa og knús. „Hún má búast við miklum viðskiptum frá öllum mínum flokksmönnum og velunnurum sem þykir ís góður,“ segir Guðmundur Franklín og skríkir af kátínu. Já helgin verður alltaf góð með Frjálslynda lýðræðisflokknum...XOXO kossar og knús Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Miðvikudagur, 17. mars 2021 Hann segir þetta ótrúlega tilviljun því litirnir auglýsingunni séu nákvæmlega þeir sömu og til stendur að nota í lógó, eða einkennismerki flokksins. Guðmundur Franklín telur víst að þessi tiltekni Lakkr-ís verði einskonar einkennisgóðgæti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Það verði keypt í stórum stíl og dreift til stuðningsmanna. Markaðsstjóri Kjöríss og einn eigenda er Guðrún Hafsteinsdóttir en Guðrún hefur gefið það út að hún vilji leiða Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi. Þar mun hún meðal annars kljást við þá Pál Magnússon sem situr í efsta sæti í því kjördæmi sem og Vilhjálm Árnason þingmann sem stefnir að því einnig. Bara að hann fari ekki að ganga um í Kjörís-bol „Nú ertu að segja mér fréttir,“ segir Guðrún þegar blaðamaður Vísis bar þetta undir hana nú skömmu fyrir helgi, að Guðmundur vilji tengja sig og flokk sinn við auglýsinguna. „Þetta er nú pínu fyndið verð ég að segja. Fyrstu viðbrögð mín eru að ég „couldn't care less!“ Kjörís ehf. tengist engum stjórnmálaflokki og við erum í engu sambandi við Frjálslynda lýðræðisflokkinn.“ Hún segir jafnframt að þeim hjá Kjörís þyki alltaf gaman þegar viðskiptavinir deili efni frá þeim. „En við eigum erfitt að stýra því hvernig efni okkar er notað eins og í þessu tilfelli. Guðmundur Franklín getur vitaskuld farið út í búð og keypt vöru frá okkur og gefið fólki. Við höfum enga stjórn á því. Ég verð samt að segja að ef hann fer að ganga um í Kjörísbol eða stilla upp merki flokks síns við hliðina á okkar merki að það þætti mér ekki í lagi. En akkúrat þetta truflar mig ekki. Mér finnst þetta bara pínu fyndið eins og ég sagði í upphafi. Verði honum svo bara að góðu.“
Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira