Innlent

Einar og Magnús Davíð hlutskarpastir í prófkjöri Pírata

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Einar Brynjólfsson mun leiða lista Pírata í Norðausturkjördæmi og Magnús Davíð Norðdal mun leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Einar Brynjólfsson mun leiða lista Pírata í Norðausturkjördæmi og Magnús Davíð Norðdal mun leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Einar Brynjólfsson mun leiða lista Pírata í Norðausturkjördæmi og Magnús Davíð Norðdal mun leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum en prófkjöri flokksins í kjördæmunum tveimur lauk síðdegis í dag.

Næst á lista í Norðausturkjördæmi á eftir Einari eru þau Hrafndís Bára Einarsdóttir og Hans Jónsson, og í Norðvesturkjördæmi skipa Gunnar Ingiberg Guðmundsson og Katrín Sif Sigurgeirsdóttir annað og þriðja sæti lista. Listana má sjá í heild sinni hér að neðan.

Kosning fór fram rafrænt og greiddu alls rúmlega 280 manns atkvæði í Norðausturkjördæmi og 400 í Norðvesturkjördæmi.

Norðausturkjördæmi

1. Einar Brynjólfsson

2. Hrafndís Bára Einarsdóttir

3. Hans Jónsson

4. Rúnar Gunnarson

5. Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir

6. Skúli Björnsson

7. Gunnar Ómarsson

Norðvesturkjördæmi

1. Magnús Davíð Norðdahl

2. Gunnar Ingiberg Guðmundsson

3. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir

4. Pétur Óli Þorvaldsson

5. Sigríður Elsa Álfhildardóttir

6. Ragnheiður Steina Ólafsdóttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×