Lífið

Íslendingar missa sig yfir eldgosinu á samfélagsmiðlunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Júlíus Karlsson birti þessa flottu mynd frá Grindavík í kvöld sem Bragi Þór Einarsson tók.
Jón Júlíus Karlsson birti þessa flottu mynd frá Grindavík í kvöld sem Bragi Þór Einarsson tók. Bragi Þór Einarsson

Eldgos er hafið í Fagradalsfjalli á Reykjanesi og eðlilega er Ísland á hliðinni. Margir hverjir liggja á vefmiðlunum og tjá sig á samfélagsmiðlum.

Stutt er í grínið hjá sumum, aðrir birta myndir og svo eru sumir sem eiga sína uppáhaldsfréttamenn þegar kemur að náttúruhamförum.

Fylgst er með öllum nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi.

Joel náði flottri mynd.

Guðmundur Jörundsson fatahönnuður hefur áhyggjur af Bjössa í World Class.

Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur slær á létta strengi og birtir mynd Braga Þórs Einarssonar.

Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðakona á Fréttablaðinu, er búinn að heyra í pabba sínum. Okkar manni Kristjáni Má Unnarssyni sem er á leiðinni fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Fleiri bíða eftir að sjá til KMU.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, slær á létta strengi. Sérfræðingar höfðu í dag sagt líkur á eldgos fara heldur minnkandi.

Sólborg Guðbrands súmmerar stöðuna upp í einu orði. Fokk.

Sigurður Mikael veltir fyrir sér viðbrögðum Íslendinga.

Sumir hafa áhyggjur af fjallgöngu morgundagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×