Lífið

Verzlunarskóli Íslands vann Gettu betur

Sylvía Hall skrifar
Fyrsta sigurlið Verzlunarskólans í sautján ár lyftir hljóðnemanum í kvöld.
Fyrsta sigurlið Verzlunarskólans í sautján ár lyftir hljóðnemanum í kvöld. RÚV

Verzlunarskóli Íslands vann úrslitaviðureign Gettu betur í kvöld þegar skólinn sigraði Kvennaskólann í Reykjavík með 31 stigi gegn 17. Er þetta fyrsti sigur Verzlunarskólans í keppninni í sautján ár.

Lið Verzlunarskólans var skipað þeim Sigurbjörgu Guðmundsdóttur, Eiríki Kúld Viktorssyni og Gabríel Mána Ómarssyni. Fyrir Kvennaskólann kepptu þau Ari Borg Helgason, Hildur Sigurbergsdóttir og Áróra Friðriksdóttir.

Verzlunarskóli Íslands vann keppnina síðast árið 2004 og var það í fyrsta skiptið sem skólinn fór með sigur af hólmi í úrslitum. 

Má því segja að skólinn hafi beðið lengi eftir sigrinum, sem var nokkuð öruggur í kvöld, en strax eftir hraðaspurningar hafði liðið fjögurra stiga forskot og lauk keppni með fjórtán stiga mun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.