Birting minningargreina Morgunblaðsins bönnuð á öðrum miðlum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 23:11 Morgunblaðið hefur nú bannað birtingu efnis úr minningargreinum sem birtast í blaðinu. Vísir/Egill Morgunblaðið hefur nú sett þann varnagla á að ekki er leyfilegt að birta efni úr minningargreinum, sem birtast í blaðinu, á öðrum miðlum án leyfis. Ástæða þess er að birting slíks efnis hefur fallið í grýttan jarðveg hjá aðstandendum látinna. Þetta staðfestir Guðlaug Sigurðardóttir, framleiðslustjóri hjá Morgunblaðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að aðstandendur látinna og höfundar minningargreina hafi upp á síðkastið sett sig í samband við Morgunblaðið vegna birtinga greina og texta upp úr þeim á öðrum miðlum. „Þeim hefur, að sögn, fallið illa að sjá efni frá þeim notað með öðrum hætti en þeir gerðu ráð fyrir þegar þeir sendu greinarnar til Morgunblaðsins,“ segir í svarinu. Þessi klausa birtist efst á minningargreinasíðu Morgunblaðsins.Skjáskot Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, sagði í gær í samtali við Fréttablaðið að þar sem minningargreinarnar séu aðsendar sé höfundarrétturinn ljóslega höfundanna en Morgunblaðið hafi aðeins útgáfurétt á þeim. „Ef síðan aðrir miðlar nota slíkar greinar til þess að búa sér til efni og smelli þá eru þeir náttúrulega í fyrsta lagi að gera sér að féþúfu einhverja vinnu sem þeir eiga ekki,“ sagði Andrés í gær. Morgunblaðið „lifir á dauðanum og Guðbjörgu“ Einhverjir netverjar hafa tekið klausunni fagnandi en þó ekki allir. Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, birti í dag grein á Mannlífi þar sem hann gagnrýnir Morgunblaðið og ákvörðun þess um varnaglana við minningargreinarnar harðlega. „Rauði þráðurinn í lífi Moggans er dauðinn. Blaðið hefur haldið út minningargreinum sem eru talsvert lesnar og tryggja að einhverju marki tilveru blaðsins. Nú hafa stjórnendur blaðsins ákveðið að eigna sér andlátsorðin. Fulltrúi Davíðs Oddssonar, Andrés Magnússon, gaf út þá undarlegu tilskipun um að bannað væri að birta úr minningargreinum nema með sérstöku leyfi,“ skrifar Reynir í greininni sem ber fyrirsögnina „Lifir á dauðanum og Guðbjörgu.“ Hann segir þessa tilskipun ekki standast neina skoðun „og er einungis örvæntingarfull tilraun til að halda í það eina lífsmark sem er að finna utan líflínunnar frá Vestmannaeyjum…“ eru lokaorð greinarinnar en þar vísar hann í stuðning Guðbjargar Matthíasdóttur við Morgunblaðið sem hann útlistar í greininni. Mannlíf hefur verið iðið við að birta fréttir um andlát þar sem vísað er í minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu.Skjáskot Þess má geta að Mannlíf hefur verið duglegt við að birta fréttir um andlát, þar sem iðulega er vitnað í minningargreinar sem birtar hafa verið í Morgunblaðinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Braut ekki siðareglur við birtingu minningargreinar frá Morgunblaðinu Það skal þó taka fram að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði svo í desember síðastliðnum að fjölmiðillin man.is hafi ekki brotið siðareglur eftir að birt var frétt á miðlinum með útdráttum úr minningargreinum sem birtust í Morgunblaðinu. Var þar um að ræða mál þar sem aðstandandi hins látna og tveir aðrir höfðu skrifað minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu en sama dag birtist frétt um andlátið á man.is. Í fréttinni voru minningargreinarnar endursagðar og sláandi fyrirsögn sett á fréttina, samkvæmt bréfi kæranda til siðanefndar. Í úrskurði siðanefndar segir að birting minningargreinar í dagblaði sé opinber birting og taldi siðanefnd að endurbirting eða útdráttur úr minningargrein á öðrum miðli bryti ekki á siðareglum BÍ. Fjölmiðlar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Þetta staðfestir Guðlaug Sigurðardóttir, framleiðslustjóri hjá Morgunblaðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að aðstandendur látinna og höfundar minningargreina hafi upp á síðkastið sett sig í samband við Morgunblaðið vegna birtinga greina og texta upp úr þeim á öðrum miðlum. „Þeim hefur, að sögn, fallið illa að sjá efni frá þeim notað með öðrum hætti en þeir gerðu ráð fyrir þegar þeir sendu greinarnar til Morgunblaðsins,“ segir í svarinu. Þessi klausa birtist efst á minningargreinasíðu Morgunblaðsins.Skjáskot Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, sagði í gær í samtali við Fréttablaðið að þar sem minningargreinarnar séu aðsendar sé höfundarrétturinn ljóslega höfundanna en Morgunblaðið hafi aðeins útgáfurétt á þeim. „Ef síðan aðrir miðlar nota slíkar greinar til þess að búa sér til efni og smelli þá eru þeir náttúrulega í fyrsta lagi að gera sér að féþúfu einhverja vinnu sem þeir eiga ekki,“ sagði Andrés í gær. Morgunblaðið „lifir á dauðanum og Guðbjörgu“ Einhverjir netverjar hafa tekið klausunni fagnandi en þó ekki allir. Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, birti í dag grein á Mannlífi þar sem hann gagnrýnir Morgunblaðið og ákvörðun þess um varnaglana við minningargreinarnar harðlega. „Rauði þráðurinn í lífi Moggans er dauðinn. Blaðið hefur haldið út minningargreinum sem eru talsvert lesnar og tryggja að einhverju marki tilveru blaðsins. Nú hafa stjórnendur blaðsins ákveðið að eigna sér andlátsorðin. Fulltrúi Davíðs Oddssonar, Andrés Magnússon, gaf út þá undarlegu tilskipun um að bannað væri að birta úr minningargreinum nema með sérstöku leyfi,“ skrifar Reynir í greininni sem ber fyrirsögnina „Lifir á dauðanum og Guðbjörgu.“ Hann segir þessa tilskipun ekki standast neina skoðun „og er einungis örvæntingarfull tilraun til að halda í það eina lífsmark sem er að finna utan líflínunnar frá Vestmannaeyjum…“ eru lokaorð greinarinnar en þar vísar hann í stuðning Guðbjargar Matthíasdóttur við Morgunblaðið sem hann útlistar í greininni. Mannlíf hefur verið iðið við að birta fréttir um andlát þar sem vísað er í minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu.Skjáskot Þess má geta að Mannlíf hefur verið duglegt við að birta fréttir um andlát, þar sem iðulega er vitnað í minningargreinar sem birtar hafa verið í Morgunblaðinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Braut ekki siðareglur við birtingu minningargreinar frá Morgunblaðinu Það skal þó taka fram að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði svo í desember síðastliðnum að fjölmiðillin man.is hafi ekki brotið siðareglur eftir að birt var frétt á miðlinum með útdráttum úr minningargreinum sem birtust í Morgunblaðinu. Var þar um að ræða mál þar sem aðstandandi hins látna og tveir aðrir höfðu skrifað minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu en sama dag birtist frétt um andlátið á man.is. Í fréttinni voru minningargreinarnar endursagðar og sláandi fyrirsögn sett á fréttina, samkvæmt bréfi kæranda til siðanefndar. Í úrskurði siðanefndar segir að birting minningargreinar í dagblaði sé opinber birting og taldi siðanefnd að endurbirting eða útdráttur úr minningargrein á öðrum miðli bryti ekki á siðareglum BÍ.
Fjölmiðlar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira