Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 21:36 Ragnar Kristinsson birti í dag bréf til Lindu Pétursdóttur þar sem hann fer yfir það hvernig hann tikki í öll þau box sem Linda vill að mögulegur framtíðarkærasti uppfylli. Vísir Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. Linda var til viðtals hjá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum á K100 í dag, þar sem hún útlistaði þessa mikilvægu kærastakosti. Þar sagði hún meðal annars að mannkosturinn yrði að vera myndarlegur, vel máli farinn, kurteis og yngri en pabbi hennar. „Af því að þetta passaði alveg fullkomlega við mig, fyrir utan hæðina, þar vantar þrjá fjóra sentímetra uppá. Þetta hlýtur að vera innan skekkjumarka. Menn geta ekki skorað níu af níu, alveg fullkomið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. „Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var bent á að þú værir að leita að kærasta og verandi sjálfur að leita að kærustu fannst mér ótækt annað en að lít á málið. Ég tel mig hafa margt til brunns að bera og væri sjálfur alls ekki á lausu ef ekki væru til staðar afar sérstakar aðstæður,“ skrifar Ragnar í bréfinu. Verður maður ekki að henda hattinum í pottinn? Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var...Posted by Ragnar Kristinsson on Friday, March 12, 2021 Ragnar segir í samtali við fréttastofu að tími sé til kominn að hann fari aftur að deita. „Ég var búinn að segja við vinnufélagana að kannski þyrfti ég að fara að byrja að deita aftur og svo kom einhver með þetta fimm mínútum seinna. Svo fórum við bara að tala um þetta og þetta fór kannski pínulítið of langt,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið telur Ragnar sig tikka í öll boxin hjá henni Lindu, eins og hann útlistar í bréfinu: Hávaxinn – Mig vantar að vísu 3-4 cm í 190cm, en það hlýtur að vera undir skekkjumörkum. Dökkhærður – Ekki nóg með að ég sé dökkhærður, þá er ég enn með allt hárið mitt. Myndarlegur – Vil ekki dæma sjálfur, en hef fallegt bros og brosi oft. Vel máli farinn – Jáhá! Fyrirtaks tækifærisræðumaður og alltaf látinn skrifa minningargreinar fyrir ættingja. Kurteis – Algjörlega 100%, faðir tveggja stelpna og fyrirmyndarfyrirmynd. Tríta þig vel – Algjörlega, faðir tveggja stelpna og veit að standardinn má aldrei detta niður. Heimsmaður – Á heimavelli hér. Með tvær háskólagráður (eina í húmanískum fræðum og eina í viðskiptafræðum) og meira segja aðra þeirra við erlendan háskóla. Finnst yndislegt að ferðast og er fróður maður. Veit t.d. að kaffi er gert úr baunum og víkingahjálmar voru ekki með horn. Skemmtilegur – Ég er ekki bara skemmtilegur heldur líka mjög fyndinn. Lifi fyrir það að breiða út birtu og yl hvert sem ég fer. Til hvers er lífið annars? Yngri en faðir þinn – Jamm, fæddur 1973. Á besta aldri og í formi lífs míns. Ragnar segir í samtali við Vísi að ef svo verði að Linda svari bréfinu muni hann bjóða henni út. „Ef það væri um helgi myndi ég bjóða henni í þægilegan bröns en á virkum degi væri það líklega dinner,“ segir Ragnar. Ástin og lífið Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Linda var til viðtals hjá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum á K100 í dag, þar sem hún útlistaði þessa mikilvægu kærastakosti. Þar sagði hún meðal annars að mannkosturinn yrði að vera myndarlegur, vel máli farinn, kurteis og yngri en pabbi hennar. „Af því að þetta passaði alveg fullkomlega við mig, fyrir utan hæðina, þar vantar þrjá fjóra sentímetra uppá. Þetta hlýtur að vera innan skekkjumarka. Menn geta ekki skorað níu af níu, alveg fullkomið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. „Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var bent á að þú værir að leita að kærasta og verandi sjálfur að leita að kærustu fannst mér ótækt annað en að lít á málið. Ég tel mig hafa margt til brunns að bera og væri sjálfur alls ekki á lausu ef ekki væru til staðar afar sérstakar aðstæður,“ skrifar Ragnar í bréfinu. Verður maður ekki að henda hattinum í pottinn? Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var...Posted by Ragnar Kristinsson on Friday, March 12, 2021 Ragnar segir í samtali við fréttastofu að tími sé til kominn að hann fari aftur að deita. „Ég var búinn að segja við vinnufélagana að kannski þyrfti ég að fara að byrja að deita aftur og svo kom einhver með þetta fimm mínútum seinna. Svo fórum við bara að tala um þetta og þetta fór kannski pínulítið of langt,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið telur Ragnar sig tikka í öll boxin hjá henni Lindu, eins og hann útlistar í bréfinu: Hávaxinn – Mig vantar að vísu 3-4 cm í 190cm, en það hlýtur að vera undir skekkjumörkum. Dökkhærður – Ekki nóg með að ég sé dökkhærður, þá er ég enn með allt hárið mitt. Myndarlegur – Vil ekki dæma sjálfur, en hef fallegt bros og brosi oft. Vel máli farinn – Jáhá! Fyrirtaks tækifærisræðumaður og alltaf látinn skrifa minningargreinar fyrir ættingja. Kurteis – Algjörlega 100%, faðir tveggja stelpna og fyrirmyndarfyrirmynd. Tríta þig vel – Algjörlega, faðir tveggja stelpna og veit að standardinn má aldrei detta niður. Heimsmaður – Á heimavelli hér. Með tvær háskólagráður (eina í húmanískum fræðum og eina í viðskiptafræðum) og meira segja aðra þeirra við erlendan háskóla. Finnst yndislegt að ferðast og er fróður maður. Veit t.d. að kaffi er gert úr baunum og víkingahjálmar voru ekki með horn. Skemmtilegur – Ég er ekki bara skemmtilegur heldur líka mjög fyndinn. Lifi fyrir það að breiða út birtu og yl hvert sem ég fer. Til hvers er lífið annars? Yngri en faðir þinn – Jamm, fæddur 1973. Á besta aldri og í formi lífs míns. Ragnar segir í samtali við Vísi að ef svo verði að Linda svari bréfinu muni hann bjóða henni út. „Ef það væri um helgi myndi ég bjóða henni í þægilegan bröns en á virkum degi væri það líklega dinner,“ segir Ragnar.
Ástin og lífið Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira