Innlent

Freistaði þess að stela vörum fyrir um 46 þúsund krónur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í dag fjórar tilkynningar um þjófnað í verslunum og þá var tilkynnt um innbrot í húsnæði í póstnúmeri 220, þar sem fatnaði og raftækjum var stolið.

Um kl. 13 var tilkynnt um þjófnað í verslun í Smáralind. Þjófarnir náðu að komast á undan en málið er í rannsókn, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.

Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í Hafnarfirði í hádeginu en þar var einstaklingur staðinn að verki og reyndist hafa freistað þess að hafa á brott vörur að andvirði um 46 þúsund krónur. 

Einnig var tilkynnt um þjófnaði í tveimur verslunum í hverfum 104 og 108 upp úr hádegi. Þá var tilkynnt um tjón á bifreið rétt fyrir kl. 16 en gler reyndist hafa fallið á bifreiðna og valdið skemmdum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×