Innlent

Telur skyn­sam­legt að fjölga leiðum út úr höfuð­borginni

Sylvía Hall skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/Arnar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra veltir upp þeirri spurningu hvort nægilegt tillit sé tekið til öryggissjónarmiða þegar samgöngumál eru rædd. Það sé ekki spurning hvort heldur hvenær eldgos verði og fleiri leiðir út úr höfuðborginni gætu tryggt öryggi borgarbúa betur.

„Eina sem við vitum að það verður eldgos á Íslandi en við vitum ekki hvenær og hversu stórt – við búum jú á virkri eldfjallaeyju. Að búa á Íslandi eru forréttindi en við verðum að taka tillit til óblíðra náttúruafla. En gerum við það?“ spyr Guðlaugur Þór á Facebook-síðu sinni í dag.

„Reykjavík er að stórum hluta byggð á nesi með stórum umferðaræðum til vesturs. Er ekki skynsamlegt að fjölga leiðum inn og út úr borginni? M.a. af öryggisástæðum.“

Hann segir flesta sammála um það að nauðsynlegt sé að gera stórátak í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.

Guðlaugur segir lítið hafa verið gert varðandi Sundabraut, sem hafi verið forsenda sameiningar Reykjavíkur og Kjalarness fyrir áratugum síðan. Ástæðuna segir hann fyrst og fremst vera „óskiljanlegt áhugaleysi vinstri meirihlutans í Reykjavík“, en sjálfur telur Guðlaugur Þór sömuleiðis Skerjabraut geta orðið góða viðbót í samgöngumálum.


Tengdar fréttir

Rýmingar­á­ætlun ekki til­búin en flótta­leiðir þó margar og greiðar

Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×