Innlent

Rafmagn komið á helming Grindavíkur

Kjartan Kjartansson skrifar
Rafmagnsleysið leiddi meðal annars til þess að loka þurfti verslun Nettó í Grindavík í dag.
Rafmagnsleysið leiddi meðal annars til þess að loka þurfti verslun Nettó í Grindavík í dag. Vísir/Egill

Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir.

Í uppfærslu á Facebook-síðu HS Veitna kemur fram að rafmagn sé aftur komið á í helmingi bæjarins klukkan 19:07. 

Spennir í tengivirki Landsnets í Svartsengi leysti út vegna truflunar í kerfi HS Veitna í dag. Hann kom aftur inn um klukkan hálf fjögur síðdegis. Síðan þá hafa HS Veitur reynt að komast fyrir vandamálið sín megin.

Ekki hefur gengið áfallalaust að koma rafmagni aftur á. Sami spennir í Svartsengi og leysti út í dag gerði það aftur við uppbyggingu á kerfi HS Veitna skömmu fyrir klukkan 19:00 í kvöld. Spennirinn er kominn aftur í rekstur, að því er kemur fram í tilkynningu frá stjórnstöð Landsnets.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×