Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um skjálftahrinuna sem ríður yfir landið. Meðal annars verður rætt við Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðing, og bæjarstjóra á Reykjanesinu um rýmingaráætlun.

Í fréttatímanum verður rætt við Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, um fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem kallaði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir fundinn til að spyrja hana út í samskipti sín við lögreglustjóra út af Ásmundarsalarmálinu.

Að auki verður fjallað um tök Donalds Trump á Republikanaflokknum, um bólusetningaráætlun vikunnar og Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli, verður sóttur heim sem þróar nýjar og framandi afurðir, eins og íslenska haframjólk.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum á Stöð 2 og Bylgjunni kl. 18:30.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.