Innlent

Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Ekkert lát virðist á skjálftahrinunni.
Ekkert lát virðist á skjálftahrinunni. VILHELM

Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili.

Síðasti stóri skjálfti var klukkan hálf tólf og var hann 4,3 að stærð með upptök sín Norðaustur af Fagradalsfjalli.

Fréttastofa ræddi við Kristínu Jónsdóttur, jarðvásérfræðing skömmu eftir skjálftann. Hún segir örlitla færslu á virkninni.

„Þessi hrinuvirkni er enn í gangi og við erum greinilega að sjá færslur á henni. Hún hefur verið mjög staðbundin þarna nyrst í Fagradalsfjalli en við erum að fylgjast með smá breytingu núna.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.