Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 19:30 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir ekkert benda til þess að eldgos sé í vændum. Vísir/Vilhelm Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. „Hún er kannski álíka og sú sem kom árið 1933 og svo ekki ósvipuð þeirri sem kom um 1970,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jarðskjálftavirknin í dag hefur að mestu verið bundin við svæðið í kring um Fagradalsfjalla á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá Vísindaráði almannavarna sem fundaði síðdegis í dag. Fram kemur í tilkynningunni að miðað við þær mælingar og gögn sem liggja fyrir bendi ekkert til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þetta tekur Magnús Tumi undir. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé að fara að gerast,“ segir Magnús. Hann segir þó að ef gjósi á næstu vikum eða mánuðum sé það varla áhyggjuefni. Eldgos á Reykjanesskaga séu frekar lítil en þau geti hins vegar verið nálægt byggð. „Þetta eru flest hraungos en eru ekki stór. Þannig að lífshætta er varla fyrir hendi, ekki nema fólk fari of nálægt hrauninu. Við getum alveg ráðið við þetta og það byggir á því að við séum viðbúin og að kerfin séu í lagi. Þá getum við haldið áfram að gera það sem við þurfum að gera dags daglega,“ segir Magnús Tumi. Skjálfti að stærð 6,5 yrðu engar hamfarir Samkvæmt tilkynningu vísindaráðs er nú verið að horfa á tvær sviðsmyndir hvað framhaldið varðar. Annars vegar muni draga úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur eða hins vegar muni hrinan færast í aukana með stærri skjálftum sem geti orðið allt að 5,5-6,5 að stærð. „Sá möguleiki er fyrir hendi að það verði skjálftar á þessu svæði sem engir skjálftar hafa verið á í töluvert langan tíma og er kennt við Brennisteinsfjöll. Ef það gerðist gæti það verið skjálfti sem næði stærðinni 6 til 6,5 og fólk þarf að vera undir það búið,“ segir Magnús Tumi. Hann segir þó að skjálfti af slíkri stærð yrðu engar hamfarir. „Þó að sá skjálfti kæmi væru það engar hamfarar. Hann yrði sterkari en sá sem við fengum í morgun og á miðvikudaginn en við erum ekki að horfa á nein stórslys. Húsin okkar þola þetta en við þurfum bara að vera búin undir þetta sjálf.“ Hann segir mikilvægast að fólk tryggi að innanstokksmunir séu öruggir og stórir og þungir skápar festir við vegg. Þá eigi fólk að passa að hafa ekki þunga hluti uppi á hillum, sérstaklega fyrir ofan rúm. „Langflest hús á Íslandi eru byggð þannig að þau eigi að standast þá hrinu sem nú gengur yfir. Lausir munir, hillur, skápar o.s.frv. geta farið af stað og valdið hættu ef ekki er rétt frá þeim gengið. Því er mikilvægt að huga að innanstokksmunum á heimilum og á vinnustöðum svo þeir valdi ekki slysum,“ segir í tilkynningu vísindaráðs. Þar kemur fram að áfram verði fylgst með framvindu mála og vísindaráð muni funda aftur í næstu viku. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27. febrúar 2021 10:28 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27. febrúar 2021 16:55 Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27. febrúar 2021 14:48 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Hún er kannski álíka og sú sem kom árið 1933 og svo ekki ósvipuð þeirri sem kom um 1970,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jarðskjálftavirknin í dag hefur að mestu verið bundin við svæðið í kring um Fagradalsfjalla á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá Vísindaráði almannavarna sem fundaði síðdegis í dag. Fram kemur í tilkynningunni að miðað við þær mælingar og gögn sem liggja fyrir bendi ekkert til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þetta tekur Magnús Tumi undir. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé að fara að gerast,“ segir Magnús. Hann segir þó að ef gjósi á næstu vikum eða mánuðum sé það varla áhyggjuefni. Eldgos á Reykjanesskaga séu frekar lítil en þau geti hins vegar verið nálægt byggð. „Þetta eru flest hraungos en eru ekki stór. Þannig að lífshætta er varla fyrir hendi, ekki nema fólk fari of nálægt hrauninu. Við getum alveg ráðið við þetta og það byggir á því að við séum viðbúin og að kerfin séu í lagi. Þá getum við haldið áfram að gera það sem við þurfum að gera dags daglega,“ segir Magnús Tumi. Skjálfti að stærð 6,5 yrðu engar hamfarir Samkvæmt tilkynningu vísindaráðs er nú verið að horfa á tvær sviðsmyndir hvað framhaldið varðar. Annars vegar muni draga úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur eða hins vegar muni hrinan færast í aukana með stærri skjálftum sem geti orðið allt að 5,5-6,5 að stærð. „Sá möguleiki er fyrir hendi að það verði skjálftar á þessu svæði sem engir skjálftar hafa verið á í töluvert langan tíma og er kennt við Brennisteinsfjöll. Ef það gerðist gæti það verið skjálfti sem næði stærðinni 6 til 6,5 og fólk þarf að vera undir það búið,“ segir Magnús Tumi. Hann segir þó að skjálfti af slíkri stærð yrðu engar hamfarir. „Þó að sá skjálfti kæmi væru það engar hamfarar. Hann yrði sterkari en sá sem við fengum í morgun og á miðvikudaginn en við erum ekki að horfa á nein stórslys. Húsin okkar þola þetta en við þurfum bara að vera búin undir þetta sjálf.“ Hann segir mikilvægast að fólk tryggi að innanstokksmunir séu öruggir og stórir og þungir skápar festir við vegg. Þá eigi fólk að passa að hafa ekki þunga hluti uppi á hillum, sérstaklega fyrir ofan rúm. „Langflest hús á Íslandi eru byggð þannig að þau eigi að standast þá hrinu sem nú gengur yfir. Lausir munir, hillur, skápar o.s.frv. geta farið af stað og valdið hættu ef ekki er rétt frá þeim gengið. Því er mikilvægt að huga að innanstokksmunum á heimilum og á vinnustöðum svo þeir valdi ekki slysum,“ segir í tilkynningu vísindaráðs. Þar kemur fram að áfram verði fylgst með framvindu mála og vísindaráð muni funda aftur í næstu viku.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27. febrúar 2021 10:28 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27. febrúar 2021 16:55 Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27. febrúar 2021 14:48 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27. febrúar 2021 10:28
Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19
Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27. febrúar 2021 16:55
Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27. febrúar 2021 14:48