Innlent

Jarðskjálftavirknin ein sú mesta sem sést hefur á Reykjanesi

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands.
Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell

Jarðskjálftahrinan á Suðurnesjum er enn í gangi og allt eins von á að fleiri skjálftar finnist í byggð. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands, segir mjög öfluga virkni á svæðinu en jarðskjálftar hafi komið hver á eftir öðrum nú í rúma klukkustund

Lítið sé hægt að segja til um framhaldið. Nú hafi yfir tíu jarðskjálftar, sem hafa verið yfir fjórir að stærð, mælst á svæðinu. Sá stærsti mældist 5,7. Upptök skjálftanna hafa verið á nokkrum stöðum en samt innan svæðisins frá Kleifarvatni að Sýlingafelli.

Kristín segir engar fregnir enn hafa borist af skemmdum og ekkert sem bendi til að gosórói sé að myndast. Hún segir jarðskjálftavirknina líklega þá mestu sem verið hefur á svæðinu frá því mælingar hófust þegar horft er til fjölda skjálfta á skömmum tíma. Á meðan óstöðugleiki sé í gangi á svæðinu geti verið von á fleiri skjálftum sem finnast í byggð. Vegna þessa hvetur hún alla til að huga að innanstokksmunum.


Tengdar fréttir

Hvorki tilkynningar um slys né tjón

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir engar tilkynningar hafa borist um tjón eða slys enn sem komið er vegna stórrar og stöðugrar skjálftahrinu á Reykjanesinu í morgun.

Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð

Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×