„Með töluvert mikinn áverka á höfðinu og alveg hreyfingarlaus á öðrum handleggnum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2021 11:31 Bjarni Ben og Þóra Margrét Baldvinsdóttir fóru í gegnum mjög erfiða fæðingu hjá yngstu dóttur þeirra árið 2011. Vísir/vilhelm Garðbæingurinn Bjarni Benediktsson hefur verið á þingi síðan 2003 og er í dag fjármála- og efnahagsráðherra Íslands. Bjarni er gestur vikunnar í Einkalífinu. Bjarni Ben er farsæll stjórnmálamaður og hefur verið það í mörg ár. Hann er aftur á móti umdeildur eins og sést oft á tíðum á umræðunni á samfélagsmiðlum og einnig hjá andstæðingum hans í stjórnmálum. Bjarni er giftur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og eiga þau saman fjögur börn sem fædd eru á árunum 1991 til 2011. Bjarni segist hafa verið nokkuð heppinn í gegnum sitt lífshlaup þegar hann var spurður út í áföll sem hafa haft áhrif á hann kom eitt augnablik fljótlega upp í hugann. Árið 2011 kom Guðríður Lína í heiminn og gekk fæðingin erfiðlega. Þóra Margrét hafði áður fætt þrjú börn og allar þær fæðingar gengu að óskum. „Það versta sem við gengum í gegnum var mjög erfið fæðing og er dóttur okkar með mikið ör eftir hana,“ segir Bjarni Benediktsson og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Bjarni Benediktsson „Að öðru leyti höfum við verið laus við stór áföll og lítum þannig á að við getum þakkað fyrir það á hverjum degi.“ Lykilsetningin óþægilega Hann segir að fæðingin hafi tekið gríðarlega langan tíma. „Það þurfti að taka hana út með klukku og það voru margar tilraunir til þess að toga hana út. Það var síðan álitamál hvort það hefði ekki átt að vera búið að fara með hana í keisara og þegar maður lítur til baka hefði átt að stíga það skref. Svo kemur hún út með töluvert mikinn áverka á höfðinu og alveg hreyfingarlaus á öðrum handleggnum. Þá spurði maður sig hvort það hefði allt slitnað og farið illa. Svo var sagt við okkur, sem er þessi lykilsetning, þetta verður í góðu lagi að öllum líkindum,“ segir Bjarni og bætir við að það sé ekkert sérstaklega hughreystandi að talað sé í líkum þegar kemur að nýfæddu barni. „Það blessaðist og hún fékk máttinn aftur og hún hefur verið eitthvað blóðlítil á þessu svæði um tíma. Hitt er ekkert annað en yfirborðsáverki sem hún er með. Hún er með mjög stórt ör á höfðinu sem verður bara fjarlægt með tíð og tíma. En þetta var fyrst og fremst erfitt fyrir hana Þóru mína og við áttum samtöl við spítalann eftir það og þetta var ekki beint skemmtileg reynsla,“ segir Bjarni sem talar fallega um eiginkonu sína í þættinum. Bjarni ræðir um þessa lífsreynslu þegar rúmlega 31 mínúta er liðin af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Bjarni einnig yfir ferilinn í stjórnmálum, hvernig sé að vera umdeildur og fá oft á tíðum yfir sig fúkyrði, hvernig stjórnmálaheimurinn getur verið ljótur, hjónabandið og föðurhlutverkið, áhugamálin og margt fleira. Einkalífið Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Bjarni Ben er farsæll stjórnmálamaður og hefur verið það í mörg ár. Hann er aftur á móti umdeildur eins og sést oft á tíðum á umræðunni á samfélagsmiðlum og einnig hjá andstæðingum hans í stjórnmálum. Bjarni er giftur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og eiga þau saman fjögur börn sem fædd eru á árunum 1991 til 2011. Bjarni segist hafa verið nokkuð heppinn í gegnum sitt lífshlaup þegar hann var spurður út í áföll sem hafa haft áhrif á hann kom eitt augnablik fljótlega upp í hugann. Árið 2011 kom Guðríður Lína í heiminn og gekk fæðingin erfiðlega. Þóra Margrét hafði áður fætt þrjú börn og allar þær fæðingar gengu að óskum. „Það versta sem við gengum í gegnum var mjög erfið fæðing og er dóttur okkar með mikið ör eftir hana,“ segir Bjarni Benediktsson og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Bjarni Benediktsson „Að öðru leyti höfum við verið laus við stór áföll og lítum þannig á að við getum þakkað fyrir það á hverjum degi.“ Lykilsetningin óþægilega Hann segir að fæðingin hafi tekið gríðarlega langan tíma. „Það þurfti að taka hana út með klukku og það voru margar tilraunir til þess að toga hana út. Það var síðan álitamál hvort það hefði ekki átt að vera búið að fara með hana í keisara og þegar maður lítur til baka hefði átt að stíga það skref. Svo kemur hún út með töluvert mikinn áverka á höfðinu og alveg hreyfingarlaus á öðrum handleggnum. Þá spurði maður sig hvort það hefði allt slitnað og farið illa. Svo var sagt við okkur, sem er þessi lykilsetning, þetta verður í góðu lagi að öllum líkindum,“ segir Bjarni og bætir við að það sé ekkert sérstaklega hughreystandi að talað sé í líkum þegar kemur að nýfæddu barni. „Það blessaðist og hún fékk máttinn aftur og hún hefur verið eitthvað blóðlítil á þessu svæði um tíma. Hitt er ekkert annað en yfirborðsáverki sem hún er með. Hún er með mjög stórt ör á höfðinu sem verður bara fjarlægt með tíð og tíma. En þetta var fyrst og fremst erfitt fyrir hana Þóru mína og við áttum samtöl við spítalann eftir það og þetta var ekki beint skemmtileg reynsla,“ segir Bjarni sem talar fallega um eiginkonu sína í þættinum. Bjarni ræðir um þessa lífsreynslu þegar rúmlega 31 mínúta er liðin af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Bjarni einnig yfir ferilinn í stjórnmálum, hvernig sé að vera umdeildur og fá oft á tíðum yfir sig fúkyrði, hvernig stjórnmálaheimurinn getur verið ljótur, hjónabandið og föðurhlutverkið, áhugamálin og margt fleira.
Einkalífið Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira