„Með töluvert mikinn áverka á höfðinu og alveg hreyfingarlaus á öðrum handleggnum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2021 11:31 Bjarni Ben og Þóra Margrét Baldvinsdóttir fóru í gegnum mjög erfiða fæðingu hjá yngstu dóttur þeirra árið 2011. Vísir/vilhelm Garðbæingurinn Bjarni Benediktsson hefur verið á þingi síðan 2003 og er í dag fjármála- og efnahagsráðherra Íslands. Bjarni er gestur vikunnar í Einkalífinu. Bjarni Ben er farsæll stjórnmálamaður og hefur verið það í mörg ár. Hann er aftur á móti umdeildur eins og sést oft á tíðum á umræðunni á samfélagsmiðlum og einnig hjá andstæðingum hans í stjórnmálum. Bjarni er giftur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og eiga þau saman fjögur börn sem fædd eru á árunum 1991 til 2011. Bjarni segist hafa verið nokkuð heppinn í gegnum sitt lífshlaup þegar hann var spurður út í áföll sem hafa haft áhrif á hann kom eitt augnablik fljótlega upp í hugann. Árið 2011 kom Guðríður Lína í heiminn og gekk fæðingin erfiðlega. Þóra Margrét hafði áður fætt þrjú börn og allar þær fæðingar gengu að óskum. „Það versta sem við gengum í gegnum var mjög erfið fæðing og er dóttur okkar með mikið ör eftir hana,“ segir Bjarni Benediktsson og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Bjarni Benediktsson „Að öðru leyti höfum við verið laus við stór áföll og lítum þannig á að við getum þakkað fyrir það á hverjum degi.“ Lykilsetningin óþægilega Hann segir að fæðingin hafi tekið gríðarlega langan tíma. „Það þurfti að taka hana út með klukku og það voru margar tilraunir til þess að toga hana út. Það var síðan álitamál hvort það hefði ekki átt að vera búið að fara með hana í keisara og þegar maður lítur til baka hefði átt að stíga það skref. Svo kemur hún út með töluvert mikinn áverka á höfðinu og alveg hreyfingarlaus á öðrum handleggnum. Þá spurði maður sig hvort það hefði allt slitnað og farið illa. Svo var sagt við okkur, sem er þessi lykilsetning, þetta verður í góðu lagi að öllum líkindum,“ segir Bjarni og bætir við að það sé ekkert sérstaklega hughreystandi að talað sé í líkum þegar kemur að nýfæddu barni. „Það blessaðist og hún fékk máttinn aftur og hún hefur verið eitthvað blóðlítil á þessu svæði um tíma. Hitt er ekkert annað en yfirborðsáverki sem hún er með. Hún er með mjög stórt ör á höfðinu sem verður bara fjarlægt með tíð og tíma. En þetta var fyrst og fremst erfitt fyrir hana Þóru mína og við áttum samtöl við spítalann eftir það og þetta var ekki beint skemmtileg reynsla,“ segir Bjarni sem talar fallega um eiginkonu sína í þættinum. Bjarni ræðir um þessa lífsreynslu þegar rúmlega 31 mínúta er liðin af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Bjarni einnig yfir ferilinn í stjórnmálum, hvernig sé að vera umdeildur og fá oft á tíðum yfir sig fúkyrði, hvernig stjórnmálaheimurinn getur verið ljótur, hjónabandið og föðurhlutverkið, áhugamálin og margt fleira. Einkalífið Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Bjarni Ben er farsæll stjórnmálamaður og hefur verið það í mörg ár. Hann er aftur á móti umdeildur eins og sést oft á tíðum á umræðunni á samfélagsmiðlum og einnig hjá andstæðingum hans í stjórnmálum. Bjarni er giftur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og eiga þau saman fjögur börn sem fædd eru á árunum 1991 til 2011. Bjarni segist hafa verið nokkuð heppinn í gegnum sitt lífshlaup þegar hann var spurður út í áföll sem hafa haft áhrif á hann kom eitt augnablik fljótlega upp í hugann. Árið 2011 kom Guðríður Lína í heiminn og gekk fæðingin erfiðlega. Þóra Margrét hafði áður fætt þrjú börn og allar þær fæðingar gengu að óskum. „Það versta sem við gengum í gegnum var mjög erfið fæðing og er dóttur okkar með mikið ör eftir hana,“ segir Bjarni Benediktsson og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Bjarni Benediktsson „Að öðru leyti höfum við verið laus við stór áföll og lítum þannig á að við getum þakkað fyrir það á hverjum degi.“ Lykilsetningin óþægilega Hann segir að fæðingin hafi tekið gríðarlega langan tíma. „Það þurfti að taka hana út með klukku og það voru margar tilraunir til þess að toga hana út. Það var síðan álitamál hvort það hefði ekki átt að vera búið að fara með hana í keisara og þegar maður lítur til baka hefði átt að stíga það skref. Svo kemur hún út með töluvert mikinn áverka á höfðinu og alveg hreyfingarlaus á öðrum handleggnum. Þá spurði maður sig hvort það hefði allt slitnað og farið illa. Svo var sagt við okkur, sem er þessi lykilsetning, þetta verður í góðu lagi að öllum líkindum,“ segir Bjarni og bætir við að það sé ekkert sérstaklega hughreystandi að talað sé í líkum þegar kemur að nýfæddu barni. „Það blessaðist og hún fékk máttinn aftur og hún hefur verið eitthvað blóðlítil á þessu svæði um tíma. Hitt er ekkert annað en yfirborðsáverki sem hún er með. Hún er með mjög stórt ör á höfðinu sem verður bara fjarlægt með tíð og tíma. En þetta var fyrst og fremst erfitt fyrir hana Þóru mína og við áttum samtöl við spítalann eftir það og þetta var ekki beint skemmtileg reynsla,“ segir Bjarni sem talar fallega um eiginkonu sína í þættinum. Bjarni ræðir um þessa lífsreynslu þegar rúmlega 31 mínúta er liðin af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Bjarni einnig yfir ferilinn í stjórnmálum, hvernig sé að vera umdeildur og fá oft á tíðum yfir sig fúkyrði, hvernig stjórnmálaheimurinn getur verið ljótur, hjónabandið og föðurhlutverkið, áhugamálin og margt fleira.
Einkalífið Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira