Veður

Hægir vestan­vindar en sums staðar snjór

Atli Ísleifsson skrifar
Það gengur svo í allhvassa norðaustanátt á morgun.
Það gengur svo í allhvassa norðaustanátt á morgun. Vísir/Vilhelm

Landsmenn mega búast við fremur hægum vestanvindum í dag og þar sem mun snjóa sums staðar norðvestan til. Annars staðar verður lítilsháttar slydda eða rigning og mun létta smám saman til á Suðausturlandi.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Það gengur svo í allhvassa norðaustanátt á morgun, jafn vel hvassviðri undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum, en yfirleitt hægara á Norðausturlandi.

„Rigning eða slydda með köflum sunnan og austan til, en annars þurrt að kalla. Víða frostlaust að deginum, en sums staðar vægt frost fyrir norðan. Fremur hæg norðlæg átt á miðvikudag og dálítil él fyrir norðan, en bjartviðri syðra og heldur svalara veður.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Gengur í norðaustan 10-18 m/s, en hægari vindur NA-lands. Rigning eða slydda með köflum S- og A-til og snjókoma til fjalla, en annars úrkomulítið. Hiti víða 1 til 6 stig, en vægt frost fyrir norðan.

Á miðvikudag: Norðaustan 5-13 m/s og dálítil él, en yfirleitt léttskýjað S- og V-lands. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið, en kólnar heldur í veðri.

Á föstudag: Ákveðin suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en þurrt að kalla um landið NA-vert.

Á laugardag: Útlit fyrir suðvestlæga átt með slyddu eða rigningu, en lengst af þurrviðri á NA-landi og kólnar aftur.

Á sunnudag: Líkur á suðvestanátt með skúrum eða éljum, en bjartviðri eystra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×