Þakkar FKA Twigs fyrir að opna sig um ofbeldið Sylvía Hall skrifar 21. febrúar 2021 22:23 FKA Twigs og Margaret Qualley hafa báðar verið í sambandi með leikaranum Shia LaBeouf. Sú fyrrnefnda hefur kært hann fyrir líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Vísir/Getty Leikkonan Margaret Qualley þakkaði söngkonunni FKA Twigs fyrir að stíga fram varðandi sögu sína um ofbeldi sem hún segir leikarann Shia LaBeouf hafa beitt sig í sambandi þeirra. Qualley var orðuð við leikarann á þeim tíma er söngkonan steig fyrst fram með ásakanirnar í janúar. FKA Twigs opnaði sig í viðtali í tímaritinu Elle nú á dögunum, þar sem hún sagðist meðal annars telja sig heppna að hafa lifað sambandið af. Það væri í raun kraftaverk því hún hafi verið niðurbrotin eftir andlegt og líkamlegt ofbeldi. „Ég held það sé heppni. Ég vildi að ég gæti sagt að ég hafi fundið einhvern styrk og séð eitthvað ljós. Ég vildi að ég gæti sagt að þetta sé vitnisburður um hversu sterkur einstaklingur ég er eða að móðir mín hafi alið mig svona upp, en það er ekki það. Það er einskær heppni að ég er ekki lengur í þessum aðstæðum,“ sagði söngkonan. View this post on Instagram A post shared by FKA twigs (@fkatwigs) Qualley skrifaði athugasemd við Instagram-færslu FKA Twigs þar sem hún deildi forsíðu blaðsins, en leikkonan skrifaði einfaldlega „takk fyrir“. Móðir Qualley, leikkonan Andie MacDowell, skildi einnig eftir athugasemd og sagði báðar stúlkurnar vera dýrmætar. FKA Twigs segist enn vera að vinna úr sambandinu, enda hafi það verið erfitt á sínum tíma að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi. Hún voni þó að hennar saga geti hjálpað öðrum. Shia LaBeouf og Margaret Qualley voru að hittast í lok síðasta árs og byrjun þessa árs.Getty/Snorlax „Þetta er mjög nýtt fyrir mér, augljóslega. Ég veit að þessi vegferð verður ekki fullkomin en ég vona að ef ég get tekið lítil skref, og fólk sér mig endurheimta líf mitt, þá verði það innblástur fyrir aðra.“ Shia LaBeouf hefur hafnað ásökunum í kæru sem hún lagði fram, en í yfirlýsingu frá leikaranum í janúar sagðist hann ekkert afsaka hegðun sína. „Ég hef engar afsakanir fyrir alkahólisma mínum eða yfirgangssemi, bara réttlætingar. Ég hef beitt mig og alla í kringum mig ofbeldi í mörg ár. Ég hef sært fólkið sem stendur mér næst. Ég skammast mín fyrir þá forsögu og bið alla þá sem ég hef sært afsökunar. Það er ekkert annað sem ég get sagt,“ sagði í upphaflegri yfirlýsingu leikarans. Hollywood Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“ Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi. 19. febrúar 2021 11:06 Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36 FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
FKA Twigs opnaði sig í viðtali í tímaritinu Elle nú á dögunum, þar sem hún sagðist meðal annars telja sig heppna að hafa lifað sambandið af. Það væri í raun kraftaverk því hún hafi verið niðurbrotin eftir andlegt og líkamlegt ofbeldi. „Ég held það sé heppni. Ég vildi að ég gæti sagt að ég hafi fundið einhvern styrk og séð eitthvað ljós. Ég vildi að ég gæti sagt að þetta sé vitnisburður um hversu sterkur einstaklingur ég er eða að móðir mín hafi alið mig svona upp, en það er ekki það. Það er einskær heppni að ég er ekki lengur í þessum aðstæðum,“ sagði söngkonan. View this post on Instagram A post shared by FKA twigs (@fkatwigs) Qualley skrifaði athugasemd við Instagram-færslu FKA Twigs þar sem hún deildi forsíðu blaðsins, en leikkonan skrifaði einfaldlega „takk fyrir“. Móðir Qualley, leikkonan Andie MacDowell, skildi einnig eftir athugasemd og sagði báðar stúlkurnar vera dýrmætar. FKA Twigs segist enn vera að vinna úr sambandinu, enda hafi það verið erfitt á sínum tíma að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi. Hún voni þó að hennar saga geti hjálpað öðrum. Shia LaBeouf og Margaret Qualley voru að hittast í lok síðasta árs og byrjun þessa árs.Getty/Snorlax „Þetta er mjög nýtt fyrir mér, augljóslega. Ég veit að þessi vegferð verður ekki fullkomin en ég vona að ef ég get tekið lítil skref, og fólk sér mig endurheimta líf mitt, þá verði það innblástur fyrir aðra.“ Shia LaBeouf hefur hafnað ásökunum í kæru sem hún lagði fram, en í yfirlýsingu frá leikaranum í janúar sagðist hann ekkert afsaka hegðun sína. „Ég hef engar afsakanir fyrir alkahólisma mínum eða yfirgangssemi, bara réttlætingar. Ég hef beitt mig og alla í kringum mig ofbeldi í mörg ár. Ég hef sært fólkið sem stendur mér næst. Ég skammast mín fyrir þá forsögu og bið alla þá sem ég hef sært afsökunar. Það er ekkert annað sem ég get sagt,“ sagði í upphaflegri yfirlýsingu leikarans.
Hollywood Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“ Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi. 19. febrúar 2021 11:06 Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36 FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
„Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“ Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi. 19. febrúar 2021 11:06
Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36
FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið