Kim Kardashian hefur sótt um skilnað Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 20:28 Kanye West og Kim Kardashian. Getty/Mark Sagliocco Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt. Þetta herma heimildir slúðurmiðilsins TMZ, en í byrjun árs var greint frá því að skilnaður hjónanna væri yfirvofandi. Hjónin hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögur börn; North, Saint, Psalm og Chicago. Þau eru sögð vera staðráðin í því að ala börnin upp saman og hvorugt geri athugasemdir við það að deila forræðinu. Hjónabandið hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði, þá sérstaklega eftir að West bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna á síðasta ári. Greint var frá því að rapparinn glímdi við geðhvarfasýki og segja heimildarmenn TMZ að Kardashian hafi ekki viljað skilja við hann á svo viðkvæmum tíma. Stjórnmálaskoðanir og lífsviðhorf settu strik í reikninginn Kardashian og West hafa undanfarið eytt tíma í sundur, en rapparinn hefur dvalið í Wyoming á búgarði þeirra hjóna á meðan Kardashian var mestmegnis með börnin á heimili þeirra í Kaliforníu. Á meðal þess sem gerði út um hjónabandið voru ólíkar stjórnmálaskoðanir þeirra og mismunandi viðhorf til lífsins að sögn heimildarmanna. Kanye hafði áður lýst yfir stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en bauð sig líkt og áður sagði fram gegn honum sem sjálfstæður frambjóðandi. Kardashian vann sjálf með Trump að umbótum í fangelsismálum, en hefur þó aldrei lýst yfir beinum stuðningi við forsetann. Umtalaðasta par síðari ára Það er ekki ofsögum sagt að hjónin séu eitt frægasta par heimsins. Þau voru bæði tíðir gestir á síðum slúðurblaða vestanhafs áður en þau fóru að stinga saman nefjum en gerði svo samband sitt opinbert árið 2012. Árið 2013 kom frumburður þeirra North West í heiminn. Ári síðar giftu þau sig á Ítalíu við glæsilega athöfn. Þá heimsóttu þau Ísland í apríl árið 2016 og skoðuðu þekkta áfangastaði, til að mynda Gullfos og Geysi. Þá fóru þau upp í turn Hallgrímskirkju og skoðuðu Seljalandsfoss áður en þau snæddu kvöldverð á Grillmarkaðnum. Hollywood Tímamót Bandaríkin Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Þetta herma heimildir slúðurmiðilsins TMZ, en í byrjun árs var greint frá því að skilnaður hjónanna væri yfirvofandi. Hjónin hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögur börn; North, Saint, Psalm og Chicago. Þau eru sögð vera staðráðin í því að ala börnin upp saman og hvorugt geri athugasemdir við það að deila forræðinu. Hjónabandið hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði, þá sérstaklega eftir að West bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna á síðasta ári. Greint var frá því að rapparinn glímdi við geðhvarfasýki og segja heimildarmenn TMZ að Kardashian hafi ekki viljað skilja við hann á svo viðkvæmum tíma. Stjórnmálaskoðanir og lífsviðhorf settu strik í reikninginn Kardashian og West hafa undanfarið eytt tíma í sundur, en rapparinn hefur dvalið í Wyoming á búgarði þeirra hjóna á meðan Kardashian var mestmegnis með börnin á heimili þeirra í Kaliforníu. Á meðal þess sem gerði út um hjónabandið voru ólíkar stjórnmálaskoðanir þeirra og mismunandi viðhorf til lífsins að sögn heimildarmanna. Kanye hafði áður lýst yfir stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en bauð sig líkt og áður sagði fram gegn honum sem sjálfstæður frambjóðandi. Kardashian vann sjálf með Trump að umbótum í fangelsismálum, en hefur þó aldrei lýst yfir beinum stuðningi við forsetann. Umtalaðasta par síðari ára Það er ekki ofsögum sagt að hjónin séu eitt frægasta par heimsins. Þau voru bæði tíðir gestir á síðum slúðurblaða vestanhafs áður en þau fóru að stinga saman nefjum en gerði svo samband sitt opinbert árið 2012. Árið 2013 kom frumburður þeirra North West í heiminn. Ári síðar giftu þau sig á Ítalíu við glæsilega athöfn. Þá heimsóttu þau Ísland í apríl árið 2016 og skoðuðu þekkta áfangastaði, til að mynda Gullfos og Geysi. Þá fóru þau upp í turn Hallgrímskirkju og skoðuðu Seljalandsfoss áður en þau snæddu kvöldverð á Grillmarkaðnum.
Hollywood Tímamót Bandaríkin Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira