Lífið

Kim og Kanye kysstust upp á jökli á Íslandi: Þyrluferð Kardashian gengisins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta ferðalag virðist ganga eins og í sögu
Þetta ferðalag virðist ganga eins og í sögu vísir
Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West komu til Íslands á sunnudagsmorguninn og með í för er einnig Kourtney Kardashian og fjölskylduvinurinn Jonathan Cheban.

Tilgangur heimsóknar fjölskyldunnar er að taka upp tónlistarmyndband við eitt af lögunum á nýútkominni plötu Kanye, The Life of Pablo, en á huldu er um hvaða lag er að ræða. Platan kom út 14. febrúar síðastliðinn og er sjöunda plata rapparans.

Heimsóknina virðast þau jafnframt nýta í að skoða landið, en þau hafa meðal annars gert sér ferð að Gullfossi og Geysi og farið upp í turn Hallgrímskirkju, skoðað Seljalandsfoss svo fátt eitt sé nefnt. Þá snæddu þau kvöldverð á Grillmarkaðnum á sunnudagskvöldið, en þau greina skilmerkilega frá ferðalagi sínu á hinum vinsæla samfélagsmiðli, Snapchat.

Í gærkvöldi gistu þau á Hótel Rangá en fyrr um daginn fóru þau í þyrluflug yfir Eyjafjallajökul eða Mýrdalsjökul, erfitt er að greina á myndböndunum, hvar nákvæmlega parið var.

Ferðin virtist heppnast vel og voru þau virkilega ánægð með útkomuna. Þau þurfti reyndar að lenda snarlega á golfvelli en ástæða lendingarinnar var að sögn Kim sætisól sem hékk út úr þyrlunni en hún hafði slegist utan í skrokk vélarinnar.

Hér að neðan má sjá myndband af þyrluferðalagi þeirra í gær.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×