Lífið

8.900 kíló­metrar á milli ljós­myndarans og her­toga­hjónanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega falleg mynd af Harry Bretaprins og Megan Markle sem eiga fyrir einn son. 
Einstaklega falleg mynd af Harry Bretaprins og Megan Markle sem eiga fyrir einn son.  @Misan Harriman

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, eiga von á sínu öðru barni. Þetta staðfestir talsmaður hjónanna í vikunni.

Parið birti svarthvíta mynd af sér hvar þau sjást sitja undir tré og virðast njóta samveru hvers annars. Meghan liggur í kjöltu síns heittelskaða á myndinni og tyllir hönd sinni á óléttu-bumbuna á meðan Harry strýkur henni um höfuðið.

Myndin sjálf er nokkuð athyglisverð en hún var tekinn í gegnum iPad og var ljósmyndarinn staðsettur 8900 kílómetrum í burtu frá þeim hjónunum.

Það var ljósmyndarinn Misan Harriman sem fangaði þessa fallegu mynd og það með aðstoð tækninnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.